Sport

Stefna bæði hátt á Ólympíuleikunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Íþróttafólk ársins fatlaðra tóku við verðlaunum í dag.
Íþróttafólk ársins fatlaðra tóku við verðlaunum í dag. Skjáskot Stöð 2

Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá FH og Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Víkingi eru íþróttafólk ÍF árið 2020 en þetta var tilkynnt í árlegu hófi Íþróttasambands fatlaða í dag.

Þetta er þriðja árið í röð sem Bergrún er útnefnd íþróttakona ársins en í fyrsta sinn sem Hilmar Snær verður fyrir valinu og jafnframt í fyrsta sinn sem skíðamaður hreppir hnossið.

Guðjón Guðmundsson var viðstaddur hófið í dag og greip þau Bergrúnu og Hilmar eftir að tilkynnt var um viðurkenningarnar.

„Þetta er búið að vera mjög skrýtið ár. Maður hefur lært mikið og margar áskoranir. Ég hef náð að æfa vel og stefni á Ólympíuleikana þar sem ég stefni á topp fimm. Ég æfi sex sinnum í viku og mér finnst ég eiga nóg inni,“ sagði Bergrún. Hilmar tók í svipaðan streng.

„Framundan eru þau mót sem er ekki búið að fresta 2021 og svo bíður maður spenntur eftir HM veturinn 2022 og Ólympíuleikarnir í Peking. Ég stefni hátt á Ólympíuleikunum en fyrst og fremst þakka ég þjálfaranum mínum fyri árangurinn. Við erum gríðarlega gott teymi og ég stefni á verðlaun á Ólympíuleikunum.“

Viðtölin í heild sinni má sjá og heyra hér að neðan.

Klippa: Sportpakkinn - Íþróttafólk ársins hjá fötluðum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×