Innlent

Þvottavél stolið í miðjum þvotti

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan fékk tilkynningu um þvottavélarstuld.
Lögreglan fékk tilkynningu um þvottavélarstuld. Vísir/VIlhelm

Svo virðist sem að ansi bíræfinn þjófur hafi stolið þvottavél úr þvottahúsi í fjölbýlishúsi í 101 Reykjavík í gærkvöldi, í miðjum þvotti.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar segir að í gærkvöldi hafi borist tilkynning frá íbúa í fjölbýlishúsi sem hafi sett föt í þvottavél sem staðsett var í sameign hússins.

Þegar maðurinn kom aftur til að sækja fötin var hreinlega búið að taka fötin úr þvottavélinni og stela henni.

Veist þú meira um málið? Sendu okkur skilaboð eða póst á ritstjorn@visir.is



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×