Sport

„Thor veit ekki hvað er að fara gerast“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eddie er að komast í betra og betra form með því sem dögunum líður.
Eddie er að komast í betra og betra form með því sem dögunum líður. Eddie Hall YouTube

Það er minna en ár þangað til að Englendingurinn Eddie Hall og Íslendingurinn ætla að berjast í Las Vegas.

Aflraunamennirnir hafa hingað til á lífsleiðinni einbeitt sér að aflraunum en nú er kominn tími á að þeir prufi eitthvað nýtt.

Það gerist á næsta ári er þeir ætla að berjast í Las Vegas en þeir hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan undanfarin ár. Þeir eru langt því frá vinir.

Þeir hafa báðir verið duglegir að birta myndbönd af undirbúningi sínum fyrir bardagann en ljóst er að það verður áhugavert að sjá aflraunamenn boxa.

Eddie virðist þó vera kominn í ágætis boxform en í nýjasta myndbandinu sem ber nafnið „Thor veit ekki hvað er að fara gerast,“ er hann á boxæfingu með þjálfara sínum.

Hvort að Hafþór Júlíus, Fjallið, þurfi að vara sig er óvíst en tíu mínútna boxæfingu Eddie má sjá hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.