Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning eru komin í sóttkví eftir að starfsmaður hirðarinnar greindist smitaður af kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá höllinni.
Drottningin er sögð hafa verið í nánum samskiptum við starfsmanninn smitaða og eru þau hjónin nú bæði komin í sóttkví. Þá hafa fjórtán starfsmenn við hirðina verið sendir í sóttkví.
Hvorki Haraldur né Sonja hafa sýnt nein einkenni veirunnar samkvæmt tilkynningunni.
Vegna sóttkvíarinnar mun Haraldur leiða ríkisráðsfund á morgun í gegn um fjarfundabúnað.