Sport

Dag­skráin í dag: Upp­hitun fyrir leikinn gegn Ung­verjum, stór­velda­slagur í Hollandi og úr­vals­deildin í eFót­bolta

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hitað verður upp fyrir landsleik Íslands og Ungverjaland í kvöld.
Hitað verður upp fyrir landsleik Íslands og Ungverjaland í kvöld. Vísir/Vilhelm

Við höfum hafið undirbúning fyrir stórleik Ungverjalands og Íslands sem fram fer á morgun. Er talið að um verðmætasta knattspyrnuleik Íslandssögunnar sé að ræða

Þá mætast stórveldin Holland og Spánn í æfingaleik og að lokum er úrvalsdeildin í eFótbolta á dagskrá.

Stöð 2 Sport

Gummi Ben mun fara yfir leikinn ásamt sérfræðingum okkar frá 20.00 til 21.00 á Stöð 2 Sport í kvöld.

Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 19.35 hefst bein útsending fyrir stórleik Hollands og Spánar en leikurinn hefst tíu mínútum síðar.

Stöð 2 Sport 3

Við endursýnum brot af því besta úr Meistaradeild Evrópu, karla og kvenna.

Stöð 2 Esport

Við sýnum úrvalsdeildina í eFótbolta klukkan 19.15. Átta af bestu spilurum landsins í FIFA-tölvuleiknum halda áfram að berjast um úrvalsdeildartitilinn í eFótbolta.

Golfstöðin

Við hitum upp fyrir Masters-mótið í golfi með því að sýna frá lokadegi mótsins í fyrra klukkan 20.05. Það verður svo veisla frá og með morgundeginum er mótið hefst.

Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása í dag.

Hér má sjá hvað er framundan í beinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×