Tónlist

Már gefur út sína útgáfu af Heyr mína bæn og myndband með

Stefán Árni Pálsson skrifar
Már er magnaður maður sem lætur ekkert stöðva sig. 
Már er magnaður maður sem lætur ekkert stöðva sig. 

„Þetta er ofboðslega fallegt lag en mér fannst vanta eitthvað í það, vantaði smá trukk í lagið og ég ákvað því að gera það sjálfur,“ segir tónlistarmaðurinn og sundkappinn Már Gunnarsson sem frumsýnir í dag nýja útgáfu af laginu Heyr mína bæn og myndband með hér á Vísi.

„Ég breytti aðeins hljómgrunninum, forminu á laginu og fór síðan með það í hljóðverið,“ segir Már en nokkrir íslenskir afreksíþróttamenn fara með hlutverk í myndbandinu sjálfur og þekkir Már það vel sjálfur hvernig það er að vera afreksíþróttamaður á tímum sem þessum.

„Skilaboðin í myndbandinu eru að það sitja allir í sömu súpunni. Hvað með það fólk sem hefur það að atvinnu að stunda sína íþrótta. Það er mjög vont að vera í þessari óvissu og vita ekki hvenær maður getur æft og farið að keppa,“ segir Már en myndbandið sjálft fjallar um hvernig maður byrjar smátt og endar stórt. Már er blindur og hefur undanfarin ár vakið gríðarlega mikla athygli fyrir frammistöðu sína á tónlistarsviðinu sem og í sundlauginni.

Margir af okkar fremstu íþróttamönnum koma við sögu og senda kveðju og þar á meðal Júlían J. K. Jóhannsson íþróttamaður ársins 2019, Martin Hermannsson, Ásdís Hjálmsdóttir og fleiri.

Útsetning: Már og Stefán Örn Gunnlaugsson

Upptökustjórn: Stefán Örn Gunnlaugsson

Söngur: Már Trommur Kristinn Snær

Bassi: Maciek Szczycinski

Gítar: Piotr Malicki

Bakraddir: Stefán Örn og Pétur Örn Guðmundsson

Mastering: Marian Lech

Myndband: Hilmar Bragi
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.