Sport

Dag­skráin í dag: Ís­lendinga­slagur á Spáni, Martin mætir Real, NFL og ítalski boltinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin mætir Real Madrid í dag.
Martin mætir Real Madrid í dag. Oscar J. Barroso/Getty

Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Um að gera að hlýða Víði og koma sér vel fyrir á sófanum og njóta dagsins heima.

Við sýnum alls átta leiki beint ásamt tveimur golfmótum. Við bjóðum upp á Íslendingaslag í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta þar sem Tryggvi Snær Hlinason heimsækir Hauk Helga Pálsson. Þá tekur Martin Hermannsson tekur á móti Real Madrid.

Tveir stórleikir í NFL-deildinni eru á dagskrá og Ítalíumeistarar Juventus í knattspyrnu þurfa nauðsynlega á þremur stigum að halda.

Stöð 2 Sport 2

Við hefjum leik á Ítalíu klukkan 11.20 þegar Udinese tekur á móti AC Milan. Síðarnefnda liðið hefur verið ósigrandi undanfarnar vikur og mánuði. Því má reikna með að Zlatan Ibrahimovic og félagar mæti fullir sjálfstraust í dag.

Klukkan 13.50 er leikur nýliða Spezia og Ítalíumeistara Juventus á dagskrá. Lærisveinar Andrea Pirlo verða að ná í sigur í dag eftir að hafa hikstað í upphafi móts.

Klukkan 17.55 færum við okkur til Bandaríkjanna í NFL-deildina. Við sýnum frá Baltimore þar sem Ravens fá Pittsburgh Steelers í heimsókn. Þaðan förum við til Seattle þar sem Seahawks fá San Francisco 49ers í heimsókn.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 11.20 sjáum við Hauk Helga Pálsson og Tryggva Snæ Hlinason berjast á Spáni er lið þeirra mætast í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta. Klukkan 13.55 er leikur Vaxjö og Kopparberg/Göteborg í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á dagskrá. Þaðan er leiðinni aftur haldið til Spánar þar sem Martin Hermannsson og félagar í Valencia mæta Real Madrid í spænska körfuboltanum.

Að lokum er leikur Sampdoria og Genoa í ítölsku úrvalsdeildinni á dagskrá.

Golfstöðin

Klukkan 09.30 hefst bein útsending frá Aphrodite Hills Cyprus Open-mótinu en það er hluti af Evrópumótaröðinni. Klukkan 16500 hefst svo Bermuda Championship-mótið sem er hluti af PGA-mótaröðinni.

Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása í dag.

Hér má sjá hvað er framundan í beinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×