Sport

Íslandsmótinu í listhlaupi á skautum aflýst

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslandsmeistara 2019 Aldís Kara Bergsdóttir í junior ladies og Júlía Rós Viðarsdóttir í advanced novice.
Íslandsmeistara 2019 Aldís Kara Bergsdóttir í junior ladies og Júlía Rós Viðarsdóttir í advanced novice. Skautasamband Íslands/Þóra Gunnarsdóttir

Stjórn Skautasambands Íslands hefur tekið þá erfiðu ákvörðun að aflýsa Íslandsmótinu í listhlaupi á skautum sem halda átti á Akureyri helgina 20-22 nóvember næstkomandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu í kvöld.

„Þar sem allt íþróttastarf hefur verið lagt niður í landinu vegna Covid-19 er ljóst að skautarar geta ekki undirbúið sig fyfir mótið og eðlilegt þykir að aflýsa mótinu,“ segir í tilkynningunni.

Íslandmeistarar í listhlaupi verða krýndir fyrir árið 2020 við fyrsta tækifæri og þá hugsanlega í tengslum við annað mót á komandi ári 2021.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.