Menning

Rit­höfundurinn Jan Myrdal er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Jan Myrdal var einn afkastamesti rithöfundur Svíþjóðar.
Jan Myrdal var einn afkastamesti rithöfundur Svíþjóðar. Wikipedia/CC

Sænski rithöfundurinn og samfélagsrýnirinn Jan Myrdal er látinn, 93 ára að aldri.

Sænskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun. Er vísað í yfirlýsingu frá Jan Myrdal stofnuninni þar sem segir að Jan Myrdal hafi verið lagður inn á sjúkrahús með blóðeitrun í fyrradag og svo andast í morgun.

Jan Myrdal kom í heiminn árið 1927 í Stokkhólmi og var sonur stjórnmálakonunnar Alva Myrdal og hagfræðingsins Gunnars Myrdal.

Var sambandið lengi mjög stirt milli Jans og foreldranna þar sem þau litu heiminn ekki sömu augum, en Jan gerði uppvaxtarár sín upp í bókinni Barndom frá árinu 1982 þar sem hann gagnrýndi harðlega uppeldisaðferðir foreldranna.

Jan Myrdal sló í gegn með bók sinni Rapport från kinesisk by frá árinu 1963 og var síðan einn afkastamesti rithöfundur Norðurlandanna. Byggðu margar bóka hans á atburðum úreigin lífi. Þá vakti hann jafnframt athygli og var áberandi sem samfélagsrýnir í Svíþjóð.

Jan Myrdal var heiðursdoktor við Upsala College í New Jersey og heiðursdoktor í heimspeki við Nankai-háskólann í Tianjin í Kína.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.