Katrín Tanja vann sér inn alls 18,7 milljónir króna með frammistöðu sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2020 07:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir með öllum verðlaunahöfunum á heimsleikunum í ár. Twitter/@crossfitgames Katrín Tanja Davíðsdóttir fékk ekki bara silfrið um hálsinn eftir frábæran árangur sinn á heimsleikunum í CrossFit því hún fékk líka nóg af peningum í bankann. Katrín Tanja fékk alls 134 þúsund Bandaríkjadali fyrir helgina, 115 þúsund dali fyrir að ná öðru sætinu í keppninni og svo nítján þúsund dollara að auki fyrir að ná einu af þremur efstu sætunum í einstökum greinum. Katrín Tanja endaði aðeins einu sinni meðal þriggja efstu í fjórum fyrstu greinunum og sat þá í neðsta sæti í heildarkeppninni. Hún vann hins vegar lokagrein fyrsta dagsins og var fimm sinnum meðal þeirra þriggja efstu í sex síðustu greinunum. Katrín Tanja vann eina grein en fyrir það fengu keppendur þrjú þúsund dollara bónus. Katrín varð þrisvar sinnum í öðru sæti í grein og fékk tvö þúsund dollara fyrir hvert skipti. Hún varð síðan fjórum sinnum í þriðja sæti í grein og fékk þúsund dollara fyrir hvert skipti. Að auki vann hún einnig tvær greinar í fyrri hlutanum. Katrín Tanja fékk 6,5 milljónum meira en Kari Pearce sem varð í þriðja sæti en hún fékk alls 87 þúsund Bandaríkjadali fyrir helgina. Það munaði því mikið um hvert sæti í keppninni. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey vann sér inn alls 342 þúsund dollara eða 47,7 milljónir íslenskra króna og var því 29 milljón króna munu á henni og Katrínu Tönju. Mathew Fraser fékk aðeins meira en Toomey þar sem hann vann fleiri greinar og endaði aldrei neðar en í öðru sæti. Fraser fékk alls 348 þúsund dollara eða 48,5 milljónir íslenskra króna. Verðlaunaféð í ofurúrslitum heimsleikanna 2020: Konur: 1. Tia-Clair Toomey – $342,000 ($42,000 fyrir árangur í einstökum greinum) 2. Katrín Tanja Davíðsdóttir – $134,000 ($19,000) 3. Kari Pearce – $87,000 ($12,000) 4. Haley Adams – $60,000 ($10,000) 5. Brooke Wells – $48,000 ($13,000) Karlar: 1. Mathew Fraser – $348,000 ($48,000 fyrir árangur í einstökum greinum) 2. Samuel Kwant – $128,000 ($13,000) 3. Justin Medeiros – $89,000 ($14,000) 4. Noah Ohlsen – $63,000 ($13,000) 5. Jeffrey Adler – $43,000 ($8,000) CrossFit Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir fékk ekki bara silfrið um hálsinn eftir frábæran árangur sinn á heimsleikunum í CrossFit því hún fékk líka nóg af peningum í bankann. Katrín Tanja fékk alls 134 þúsund Bandaríkjadali fyrir helgina, 115 þúsund dali fyrir að ná öðru sætinu í keppninni og svo nítján þúsund dollara að auki fyrir að ná einu af þremur efstu sætunum í einstökum greinum. Katrín Tanja endaði aðeins einu sinni meðal þriggja efstu í fjórum fyrstu greinunum og sat þá í neðsta sæti í heildarkeppninni. Hún vann hins vegar lokagrein fyrsta dagsins og var fimm sinnum meðal þeirra þriggja efstu í sex síðustu greinunum. Katrín Tanja vann eina grein en fyrir það fengu keppendur þrjú þúsund dollara bónus. Katrín varð þrisvar sinnum í öðru sæti í grein og fékk tvö þúsund dollara fyrir hvert skipti. Hún varð síðan fjórum sinnum í þriðja sæti í grein og fékk þúsund dollara fyrir hvert skipti. Að auki vann hún einnig tvær greinar í fyrri hlutanum. Katrín Tanja fékk 6,5 milljónum meira en Kari Pearce sem varð í þriðja sæti en hún fékk alls 87 þúsund Bandaríkjadali fyrir helgina. Það munaði því mikið um hvert sæti í keppninni. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey vann sér inn alls 342 þúsund dollara eða 47,7 milljónir íslenskra króna og var því 29 milljón króna munu á henni og Katrínu Tönju. Mathew Fraser fékk aðeins meira en Toomey þar sem hann vann fleiri greinar og endaði aldrei neðar en í öðru sæti. Fraser fékk alls 348 þúsund dollara eða 48,5 milljónir íslenskra króna. Verðlaunaféð í ofurúrslitum heimsleikanna 2020: Konur: 1. Tia-Clair Toomey – $342,000 ($42,000 fyrir árangur í einstökum greinum) 2. Katrín Tanja Davíðsdóttir – $134,000 ($19,000) 3. Kari Pearce – $87,000 ($12,000) 4. Haley Adams – $60,000 ($10,000) 5. Brooke Wells – $48,000 ($13,000) Karlar: 1. Mathew Fraser – $348,000 ($48,000 fyrir árangur í einstökum greinum) 2. Samuel Kwant – $128,000 ($13,000) 3. Justin Medeiros – $89,000 ($14,000) 4. Noah Ohlsen – $63,000 ($13,000) 5. Jeffrey Adler – $43,000 ($8,000)
Verðlaunaféð í ofurúrslitum heimsleikanna 2020: Konur: 1. Tia-Clair Toomey – $342,000 ($42,000 fyrir árangur í einstökum greinum) 2. Katrín Tanja Davíðsdóttir – $134,000 ($19,000) 3. Kari Pearce – $87,000 ($12,000) 4. Haley Adams – $60,000 ($10,000) 5. Brooke Wells – $48,000 ($13,000) Karlar: 1. Mathew Fraser – $348,000 ($48,000 fyrir árangur í einstökum greinum) 2. Samuel Kwant – $128,000 ($13,000) 3. Justin Medeiros – $89,000 ($14,000) 4. Noah Ohlsen – $63,000 ($13,000) 5. Jeffrey Adler – $43,000 ($8,000)
CrossFit Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira