Sport

Svona var lokadagurinn hjá Katrínu Tönju í ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir verður vonandi brosandi eftir lokadaginn.
Katrín Tanja Davíðsdóttir verður vonandi brosandi eftir lokadaginn. Skjámynd/Youtube

Nýir heimsmeistarar í CrossFit verða krýndir í dag eftir þrjá daga af rosalega krefjandi keppni milli fimm bestu karla og fimm bestu kvenna í CrossFit heiminum í dag.

Ísland á sinn fulltrúa í keppninni því Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir um heimsmeistaratitilinn við þær Tiu-Clair Toomey, Brooke Wells Haley Adams og Kari Pearce. Toomey hefur unnið heimsmeistaratitilinn undanfarin þrjú ár.

Hjá körlunum keppir heimsmeistarinn Mat Fraser við þá Noah Ohlsen, Justin Medeiros, Samuel Kwant og Jeffrey Adler.

Tíu fyrstu greinarnar eru að baki og fram undan er lokaspretturinn þar sem úrslitin ráðast.

Katrín Tanja Davíðsdóttir er í öðru sæti fyrir síðustu tvær greinarnar en Tia-Clair Toomey hefur verið í sérflokki og á heimsmeistaratitilinn vísan,

Hér fyrir neðan má sjá útsendingu frá greinum lokadagsins sem var streymt á Youtube síðu heimsleikanna í CrossFit.

Sá keppandi sem vinnur hverja grein fær 100 stig, annað sætið fær 75 stig, þriðja sætið fær 55 stig, fjórða sætið fær 35 stig og síðasta sætið fær 15 stig. Þú þarft hins vegar að klára greinna til að fá stig því annars færðu 0 stig.

Hér fyrir neðan má sjá greinarnar sem verða á þessum lokadegi heimsleikanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×