Pir­lo byrjar þjálfara­ferilinn vel í Meistara­deildinni þrátt fyrir að vera án Ron­aldo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrea Pirlo byrjar vel sem þjálfari Juventus.
Andrea Pirlo byrjar vel sem þjálfari Juventus. Gabriele Maricchiolo/NurPhoto

Andrea Pirlo byrjar þjálfaraferilinn vel í Meistaradeildinni en hann og lærisveinar hans í Juventus unnu 2-0 sigur á Dynamo Kiev í Úkraínu í dag.

Staðan var markalaus í hálfleik en síðari hálfleikur var ekki mínútu gamall er Alvao Morata skoraði fyrsta markið. Hann skoraði eftir frákast í teignum.

Aftur var það Morata sem var á skotskónum. Nú skoraði hann með skalla eftir góða fyrirgjöf frá Juan Cuadrado. Lokatölur 2-0 og góður sigur gestanna án Cristiano Ronaldo sem berst við kórónuveiruna.

Í riðlinum með Juventus og Dynamo eru einnig Barcelona og Ferencvaros en þau mætast á Nou Camp í kvöld.

Í hinum leik kvöldsins unnu Club Brugge 2-1 sigur á Zenit. Brugge komst yfir á 63. mínútu en ellefu mínútum síðar jöfnuðu heimamenn í Zenit metin með sjálfsmarki. Brugge skoraði svo sigurmarkið á 93. mínútu.

Dortmund og Lazio eru einnig í F-riðlinum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira