Fjórir Íslendingar komnir til Póllands til að keppa á HM í hálfu maraþoni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2020 16:31 Fulltrúar Íslands á HM í hálfu marnaþoni í ár eru Andrea Kolbeinsdóttir, Arnar Pétursson, Elín Edda Sigurðardóttir og Hlynur Andrésson. FRÍ Fjórir af fremstu langhlaupurum Íslands munu keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í hálfu maraþoni sem fer fram á morgun í Póllandi. Keppendur eru alls 283 talsins frá 62 löndum. Hlaupið verður eina alþjóðlega mótið á vegum World Athletics á þessu ári og á meðal keppenda verða fremstu hlauparar heims. Ísland sendir sitt allra sterkasta lið en þar eru Andrea Kolbeinsdóttir, Arnar Pétursson, Elín Edda Sigurðardóttir og Hlynur Andrésson. Fríða Rún Þórðardóttir er liðsstjóri. Heimsmeistaramótið í hálfu maraþoni fer fram á laugardaginn, 17. október í Póllandi. Fjórir af fremstu langhlaupurum...Posted by Frjálsíþróttasamband Íslands on Þriðjudagur, 13. október 2020 Frjálsíþróttasamband Íslands sagði frá þátttöku okkar fólks á heimasíðu sinni og þar var um leið aðeins farið yfir afrekaskrá hvers og eins keppenda sem má sjá hér fyrir neðan. Hlaupið fer fram í borginni Gdynia sem er norður af Gdansk og stendur við Eystrasaltið. Andrea og Elín Edda eru báðar margfaldir Íslandsmeistarar í langhlaupum og eiga þær annan og þriðja besta tíma íslenskra kvenna í hálfu maraþoni frá upphafi. Aðeins átta sekúndur skilja þær að þar sem Elín á betri tíma. Elín Edda hefur einnig hlaupið næst hraðasta maraþon íslenskrar konu. Andrea á stúlknamet 18-19 og 20-22 ára í hálfu maraþoni ásamt því að eiga Íslandsmetið í 3000 metra hindrunarhlaupi. Arnar er í þriðja sæti íslenska afrekalistans í hálfu maraþoni og Hlynur í því sjöunda. Þeir eru einnig báðir margfaldir Íslandsmeistarar í langhlaupum. Helsta grein Arnars er maraþon þar sem hann á fjórða besta tíma Íslendings frá upphafi og hefur hann sett stefnuna á að komast á Ólympíuleikana í þeirri grein. Hlynur hefur hins vegar einbeitt sér meira að styttri vegalengdum og þar á hann fjölda Íslandsmeta allt frá 1500 metrum og upp í 10.000 metra. watch on YouTube Íslenska liðið mætir sterkum erlendum keppendum þar sem þar á meðal eru nokkrir heimsmethafar. Þar má nefna Ababel Yeshaneh frá Eþópíu sem á heimsmetið í hálfu maraþoni, Sifan Hassan frá Hollandi sem á heimsmetin í mílu hlaupi og 5 km götuhlaupi og Joshua Cheptegei frá Úganda sem á heimsmetin í 5 km götuhlaupi og 5.000 og 10.000 metra hlaupi á braut. Kvennahlaupið hefst klukkan 9 á morgun á íslenskum tíma og karlahlaupið klukkan 10:30. Samhliða hlaupinu verður haldið „virtual mass race“ þar sem fólk getur skráð sig og hlaupið hálft maraþon á sama tíma hvar sem er í heiminum. Hver sem er getur skráð sig og er það gjaldfrjálst. Hér má finna ítarlegri upplýsingar. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Fjórir af fremstu langhlaupurum Íslands munu keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í hálfu maraþoni sem fer fram á morgun í Póllandi. Keppendur eru alls 283 talsins frá 62 löndum. Hlaupið verður eina alþjóðlega mótið á vegum World Athletics á þessu ári og á meðal keppenda verða fremstu hlauparar heims. Ísland sendir sitt allra sterkasta lið en þar eru Andrea Kolbeinsdóttir, Arnar Pétursson, Elín Edda Sigurðardóttir og Hlynur Andrésson. Fríða Rún Þórðardóttir er liðsstjóri. Heimsmeistaramótið í hálfu maraþoni fer fram á laugardaginn, 17. október í Póllandi. Fjórir af fremstu langhlaupurum...Posted by Frjálsíþróttasamband Íslands on Þriðjudagur, 13. október 2020 Frjálsíþróttasamband Íslands sagði frá þátttöku okkar fólks á heimasíðu sinni og þar var um leið aðeins farið yfir afrekaskrá hvers og eins keppenda sem má sjá hér fyrir neðan. Hlaupið fer fram í borginni Gdynia sem er norður af Gdansk og stendur við Eystrasaltið. Andrea og Elín Edda eru báðar margfaldir Íslandsmeistarar í langhlaupum og eiga þær annan og þriðja besta tíma íslenskra kvenna í hálfu maraþoni frá upphafi. Aðeins átta sekúndur skilja þær að þar sem Elín á betri tíma. Elín Edda hefur einnig hlaupið næst hraðasta maraþon íslenskrar konu. Andrea á stúlknamet 18-19 og 20-22 ára í hálfu maraþoni ásamt því að eiga Íslandsmetið í 3000 metra hindrunarhlaupi. Arnar er í þriðja sæti íslenska afrekalistans í hálfu maraþoni og Hlynur í því sjöunda. Þeir eru einnig báðir margfaldir Íslandsmeistarar í langhlaupum. Helsta grein Arnars er maraþon þar sem hann á fjórða besta tíma Íslendings frá upphafi og hefur hann sett stefnuna á að komast á Ólympíuleikana í þeirri grein. Hlynur hefur hins vegar einbeitt sér meira að styttri vegalengdum og þar á hann fjölda Íslandsmeta allt frá 1500 metrum og upp í 10.000 metra. watch on YouTube Íslenska liðið mætir sterkum erlendum keppendum þar sem þar á meðal eru nokkrir heimsmethafar. Þar má nefna Ababel Yeshaneh frá Eþópíu sem á heimsmetið í hálfu maraþoni, Sifan Hassan frá Hollandi sem á heimsmetin í mílu hlaupi og 5 km götuhlaupi og Joshua Cheptegei frá Úganda sem á heimsmetin í 5 km götuhlaupi og 5.000 og 10.000 metra hlaupi á braut. Kvennahlaupið hefst klukkan 9 á morgun á íslenskum tíma og karlahlaupið klukkan 10:30. Samhliða hlaupinu verður haldið „virtual mass race“ þar sem fólk getur skráð sig og hlaupið hálft maraþon á sama tíma hvar sem er í heiminum. Hver sem er getur skráð sig og er það gjaldfrjálst. Hér má finna ítarlegri upplýsingar.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira