Bó mun syngja fyrir tómum sal á jólatónleikum Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2020 08:46 Jólagestir Björgvins hafa verið einhverjir vinsælustu jólatónleikarnir á ári hverju. Peter Fjeldsted Stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson mun syngja fyrir tómum sal á árlegum jólatónleikum sínum, Jólagestum Björgvins, í ár. Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segir frá þessu í samtali við Morgunblaðið, en ástæðuna má að sjálfsögðu rekja til kórónuveiruvaraldursins. Verið sé að leita nýrra lausna og hugmyndin að halda tónleikana fyrir framan myndavélar. Þannig verði hægt að sjá þá í öllum heiminum. Fjölmargir Íslendingar hafa haft það sem hefð að sækja jólatónleika á aðventu, en mikil óvissa ríkir nú um viðburðina sem skipulagir voru í ár. Tuttugu manna samkomubann er nú í gildi og hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að varlega þurfi að fara í að aflétta öllum samkomutakmörkunum. Einhverjir tónleikarnir enn á dagskrá Blaðið hefur eftir Hrefnu Sif Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Tix, að einhverjir tónlistarmenn hafi nú þegar hætt við jólatónleika í ár. Baggalútur, Bubbi, Friðrik Ómar og Geir Ólafs stefni þó enn að tónleikahaldi um jólin. Emmsé Gauti sagði í samtali við fréttastofu á mánudag að fyrirhugaðir jólatónleikar hans – Julevenner Emmsjé Gauta – verði ekki í hefðbundinni mynd að þessu sinni. Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, textasmiður og einn af meðlimum Baggalúts, sagðist í samtali við Vísi um helgina að hann hefði áhyggjur af stöðunni, en sveitin hefur haldið eina vinsælustu jólatónleika á landinu undanfarin ár. Sagði hann að vel hafi selst á jólatónleikana, en samkomutakmarkanirnar setji þó stórt strik í reikninginn. „Þetta er náttúrulega bara skelfilegt. Við erum með nálægt 40 manns okkar megin í vinnu við þetta, svo er allt Háskólabíó nánast undirlagt af þessu, þannig það er allt starfsfólkið þar. Eins og þetta lítur út núna þá verður ekki mikið fjör,“ segir Bragi Valdimar. Þó segir hann að Baggalútsmenn haldi í bjartsýnina þar sem ekkert sé öruggt þegar kemur að stöðunni í desember. Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fleiri fréttir Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Sjá meira
Stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson mun syngja fyrir tómum sal á árlegum jólatónleikum sínum, Jólagestum Björgvins, í ár. Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segir frá þessu í samtali við Morgunblaðið, en ástæðuna má að sjálfsögðu rekja til kórónuveiruvaraldursins. Verið sé að leita nýrra lausna og hugmyndin að halda tónleikana fyrir framan myndavélar. Þannig verði hægt að sjá þá í öllum heiminum. Fjölmargir Íslendingar hafa haft það sem hefð að sækja jólatónleika á aðventu, en mikil óvissa ríkir nú um viðburðina sem skipulagir voru í ár. Tuttugu manna samkomubann er nú í gildi og hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að varlega þurfi að fara í að aflétta öllum samkomutakmörkunum. Einhverjir tónleikarnir enn á dagskrá Blaðið hefur eftir Hrefnu Sif Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Tix, að einhverjir tónlistarmenn hafi nú þegar hætt við jólatónleika í ár. Baggalútur, Bubbi, Friðrik Ómar og Geir Ólafs stefni þó enn að tónleikahaldi um jólin. Emmsé Gauti sagði í samtali við fréttastofu á mánudag að fyrirhugaðir jólatónleikar hans – Julevenner Emmsjé Gauta – verði ekki í hefðbundinni mynd að þessu sinni. Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, textasmiður og einn af meðlimum Baggalúts, sagðist í samtali við Vísi um helgina að hann hefði áhyggjur af stöðunni, en sveitin hefur haldið eina vinsælustu jólatónleika á landinu undanfarin ár. Sagði hann að vel hafi selst á jólatónleikana, en samkomutakmarkanirnar setji þó stórt strik í reikninginn. „Þetta er náttúrulega bara skelfilegt. Við erum með nálægt 40 manns okkar megin í vinnu við þetta, svo er allt Háskólabíó nánast undirlagt af þessu, þannig það er allt starfsfólkið þar. Eins og þetta lítur út núna þá verður ekki mikið fjör,“ segir Bragi Valdimar. Þó segir hann að Baggalútsmenn haldi í bjartsýnina þar sem ekkert sé öruggt þegar kemur að stöðunni í desember.
Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fleiri fréttir Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Sjá meira