Barnasmitsjúkdómalæknir telur lokun skóla ekki nauðsynlega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2020 21:37 Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Vilhelm Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, telur ólíklegt að lokun skóla myndi skila tilætluðum árangri í baráttunni gegn kórónuveirunni. Taka þurfi mið af hvaða áhrif slíkar lokanir hefðu á vellíðan og þroska barna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í dag að lítið sé um smit á milli barna, til að mynda inni í skólum, og segir Valtýr það passa við það sem hann hefur séð. „Það sem er í raun alveg ótrúlegt er að langfæstir sem hafa smitast hafa smitast af barni, sérstaklega ungu barni. Það eru auðvitað þess dæmi en það er í raun með ólíkindum hversu fáir hafa smitast af ungu barni,“ segir Valtýr. „Þannig að það er ekki bara það að þau virðast síður sýkjast og síður veikjast heldur eru þau síður að smita aðra, bæði í barnagæslu, skóla eða á heimilinu.“ Flest barnanna sem hafa smitast einkennalaus Í dag eru 138 börn í eftirliti hjá Covid-göngudeild Landspítalans en frá upphafi faraldursins hafa tæplega fjögur hundruð börn smitast af veirunni. Valtýr segir flest barnanna hafa verið fremur einkennalítil. „Flest þeirra fá væg einkenni og það eru hálssærindi, hósti og hiti. Í flestum tilfellum eru þetta skammvinn veikindi, þau eru búin á tveimur til þremur, kannski fjórum dögum. Það er líka býsna stór hópur af þessum krökkum sem eru algerlega einkennalaus, fá aldrei nein einkenni,“ segir Valtýr. Mörg þeirra hafi greinst aðeins vegna þess að þau eru í sambúð með öðrum sem hafi veikst og hafi þess vegna verið skimuð. Aðeins handfylli af krökkum hafi fengið meiri einkenni og verið veik í lengri tíma en þau séu sárafá. Þá hefur ekkert barn lagst inn á spítala vegna Covid-19 en að sögn Valtýs hafa einstaka börn þurft að fara í læknisskoðun á barnaspítalanum en þau hafi öll fengið að fara aftur heim. Einkenni barna mun vægari en hjá fullorðnum Hann segir einkenni barna mun vægari en hjá fullorðnum einstaklingum. „Eftir því sem börnin eru yngri má segja að eru vægari einkenni. En unglingar og þá sérstaklega eldri unglingar, þá að nálgast átján ára aldur, líkjast meira veikindum hjá ungum fullorðnum sem oftast er fremur vægt þó auðvitað geti verið undantekningar af því.“ Hann segir ekkert benda til þess að börn finni fyrir eftirköstum Covid-19 veikinda eins og borið hefur á hjá fullorðnu fólki sem veikst hefur af veirunni. Hann segir þó að ekki hafi verið fylgst sérstaklega með því. „Þegar svona margir veikjast eru alltaf einhverjir sem finna fyrir sleni og þreytu í kjölfar veikindanna og það á ekki bara við um Covid, það á við margar aðrar sýkingar líka. Þannig að það má búast við því að það munu einhver af börnunum finna fyrir slíku. En við höfum ekki nægilegar upplýsingar til að segja fyrir vissu hversu margir það eru og hversu langdregið það verður,“ segir Valtýr. Börn sem fá meiri einkenni fái frekar eftirköst Hann segir upplýsingar um langvinn eftirköst meðal barna eftir Covid-veikindi litlar erlendis frá en þó einhverjar. Þá séu það helst unglingar sem finni fyrir slíkum einkennum. „Þetta virðist haldast svolítið í hendur við þá sem fá frekar mikil einkenni, þeir virðast vera líklegri til að glíma við einhver eftirköst í kjölfarið,“ segir hann. Fjöldi fullorðinna einstaklinga sem ekki veiktust alvarlega af Covid, eða fundu fyrir litlum einkennum, hafa glímt við eftirköst veikindanna, þar á meðal mikla þreytu og mæði. „Það er ofsalega erfitt að tengja beint saman þegar svona óljós einkenni eru, þá erum við að tala um þreytu og slappleika sem eftirköst af einhverjum veikindum, það er svo margt sem getur skýrt það,“ segir Valtýr. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Skólastarf á Covid-tímum í forgangi Skólastarf er í forgangi í samfélaginu að sögn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og er lagt mikið kapp á að halda skólastarfi úti eins öruggu og öflugu og kostur er. 12. október 2020 19:57 Þórólfur segir börn ekki sýkjast frekar nú Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki eiga við rök að styðjast að fleiri börn og ungmenni séu að sýkjast nú en áður. 12. október 2020 11:20 „Ég hefði líklega lokað veitingastöðum, skólum og sett á útgöngubann“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar hefði gengið lengra í samkomutakmörkunum hefði hann völdin. Hann segir óþarfa áhættu fólgna í því að hafa skóla og veitingastaði opna. 11. október 2020 18:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, telur ólíklegt að lokun skóla myndi skila tilætluðum árangri í baráttunni gegn kórónuveirunni. Taka þurfi mið af hvaða áhrif slíkar lokanir hefðu á vellíðan og þroska barna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í dag að lítið sé um smit á milli barna, til að mynda inni í skólum, og segir Valtýr það passa við það sem hann hefur séð. „Það sem er í raun alveg ótrúlegt er að langfæstir sem hafa smitast hafa smitast af barni, sérstaklega ungu barni. Það eru auðvitað þess dæmi en það er í raun með ólíkindum hversu fáir hafa smitast af ungu barni,“ segir Valtýr. „Þannig að það er ekki bara það að þau virðast síður sýkjast og síður veikjast heldur eru þau síður að smita aðra, bæði í barnagæslu, skóla eða á heimilinu.“ Flest barnanna sem hafa smitast einkennalaus Í dag eru 138 börn í eftirliti hjá Covid-göngudeild Landspítalans en frá upphafi faraldursins hafa tæplega fjögur hundruð börn smitast af veirunni. Valtýr segir flest barnanna hafa verið fremur einkennalítil. „Flest þeirra fá væg einkenni og það eru hálssærindi, hósti og hiti. Í flestum tilfellum eru þetta skammvinn veikindi, þau eru búin á tveimur til þremur, kannski fjórum dögum. Það er líka býsna stór hópur af þessum krökkum sem eru algerlega einkennalaus, fá aldrei nein einkenni,“ segir Valtýr. Mörg þeirra hafi greinst aðeins vegna þess að þau eru í sambúð með öðrum sem hafi veikst og hafi þess vegna verið skimuð. Aðeins handfylli af krökkum hafi fengið meiri einkenni og verið veik í lengri tíma en þau séu sárafá. Þá hefur ekkert barn lagst inn á spítala vegna Covid-19 en að sögn Valtýs hafa einstaka börn þurft að fara í læknisskoðun á barnaspítalanum en þau hafi öll fengið að fara aftur heim. Einkenni barna mun vægari en hjá fullorðnum Hann segir einkenni barna mun vægari en hjá fullorðnum einstaklingum. „Eftir því sem börnin eru yngri má segja að eru vægari einkenni. En unglingar og þá sérstaklega eldri unglingar, þá að nálgast átján ára aldur, líkjast meira veikindum hjá ungum fullorðnum sem oftast er fremur vægt þó auðvitað geti verið undantekningar af því.“ Hann segir ekkert benda til þess að börn finni fyrir eftirköstum Covid-19 veikinda eins og borið hefur á hjá fullorðnu fólki sem veikst hefur af veirunni. Hann segir þó að ekki hafi verið fylgst sérstaklega með því. „Þegar svona margir veikjast eru alltaf einhverjir sem finna fyrir sleni og þreytu í kjölfar veikindanna og það á ekki bara við um Covid, það á við margar aðrar sýkingar líka. Þannig að það má búast við því að það munu einhver af börnunum finna fyrir slíku. En við höfum ekki nægilegar upplýsingar til að segja fyrir vissu hversu margir það eru og hversu langdregið það verður,“ segir Valtýr. Börn sem fá meiri einkenni fái frekar eftirköst Hann segir upplýsingar um langvinn eftirköst meðal barna eftir Covid-veikindi litlar erlendis frá en þó einhverjar. Þá séu það helst unglingar sem finni fyrir slíkum einkennum. „Þetta virðist haldast svolítið í hendur við þá sem fá frekar mikil einkenni, þeir virðast vera líklegri til að glíma við einhver eftirköst í kjölfarið,“ segir hann. Fjöldi fullorðinna einstaklinga sem ekki veiktust alvarlega af Covid, eða fundu fyrir litlum einkennum, hafa glímt við eftirköst veikindanna, þar á meðal mikla þreytu og mæði. „Það er ofsalega erfitt að tengja beint saman þegar svona óljós einkenni eru, þá erum við að tala um þreytu og slappleika sem eftirköst af einhverjum veikindum, það er svo margt sem getur skýrt það,“ segir Valtýr.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Skólastarf á Covid-tímum í forgangi Skólastarf er í forgangi í samfélaginu að sögn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og er lagt mikið kapp á að halda skólastarfi úti eins öruggu og öflugu og kostur er. 12. október 2020 19:57 Þórólfur segir börn ekki sýkjast frekar nú Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki eiga við rök að styðjast að fleiri börn og ungmenni séu að sýkjast nú en áður. 12. október 2020 11:20 „Ég hefði líklega lokað veitingastöðum, skólum og sett á útgöngubann“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar hefði gengið lengra í samkomutakmörkunum hefði hann völdin. Hann segir óþarfa áhættu fólgna í því að hafa skóla og veitingastaði opna. 11. október 2020 18:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Skólastarf á Covid-tímum í forgangi Skólastarf er í forgangi í samfélaginu að sögn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og er lagt mikið kapp á að halda skólastarfi úti eins öruggu og öflugu og kostur er. 12. október 2020 19:57
Þórólfur segir börn ekki sýkjast frekar nú Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki eiga við rök að styðjast að fleiri börn og ungmenni séu að sýkjast nú en áður. 12. október 2020 11:20
„Ég hefði líklega lokað veitingastöðum, skólum og sett á útgöngubann“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar hefði gengið lengra í samkomutakmörkunum hefði hann völdin. Hann segir óþarfa áhættu fólgna í því að hafa skóla og veitingastaði opna. 11. október 2020 18:30