Aukið fjármagn vantar til að kenna útlendingum íslensku Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. október 2020 12:15 Útlendingar búsettir á Íslandi hafi margir hverjir mikinn áhuga á að læra íslensku en það komast ekki allir á slík námskeið því það vantar fjármagn frá ríkinu til að halda kennslunni úti. Hér er mynd frá námskeiði í Þorlákshöfn. Sigþrúður Harðardóttir Verkefnisstjóri í íslensku hjá Fræðsluneti Suðurlands undrast áhugaleysi stjórnvalda í að veita fjármunum í að kenna útlendingum íslensku á tímum Covid þegar margir þeirra eru atvinnulausir og hafa tíma til að læra tungumálið. Eins og allir vita hafa fjölmargir útlendingar flust til landsins síðustu ár, ekki síst til að sækja vinnu í ferðaþjónustu þegar mest var að gera þar. Sumir staldra stutt við á meðan aðrir hafa sest hér að til frambúðar. Nú þegar nánast ekkert er að gera í ferðaþjónustu eru margir útlendingar án atvinnu og hafa þá viljað nýta tíman til að læra íslenskuna betur og sækja námskeið, sem boðið er upp á víða um land. Hjá Fræðsluneti Suðurlands hefur verið öflug íslenskukennsla fyrir útlendinga til fjölda ára en á sama tíma þarf að vísa núna fullt af fólki frá því ekki eru til peningar til að halda námskeiðin, sem koma frá ríkisvaldinu. „Við getum ekki tekið nema sama fjölda og venjulega þar sem við fáum ekki meiri styrki frá ríkinu til að halda íslenskunámskeið. Við gætum kennt mun fleirum heldur en við gerum og ég finn það að það eru margir útlendingar, sem eru dálítið hissa og undrandi á því að geta ekki haldið áfram að læra til dæmis þegar þeir eru búnir að taka eitt námskeið og þá vilja þeir kannski taka annað námskeið. Þá erum við búin með ríkisstyrkinn og þá verðum við að stoppa þangað til á næsta ári,“ segir Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnisstjóri í íslensku hjá Fræðsluneti Suðurlands. Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnisstjóri íslenskukennslu hjá Fræðsluneti Suðurlands.Einkasafn Steinunn Ósk segir mjög mikla eftirspurn eftir íslenskunámskeiðum hjá útlendingum, allir vilji læra tungumálið. „Já, og mikill áhugi fyrir að vera í námi þannig að það sé ekki stopp á milli námskeiða. Hvert námskeið er 60 klukkustundir og það tekur um einn og hálfan mánuð að keyra eitt námskeið miðað við að fólk sé tvisvar í viku í tímum.“ Steinunn Ósk segir að stjórnvöld verði að vakna og hugsa um íslenskukennslu fyrir útlendinga. „Ég vil bara að við metum þetta dugmikla fólk, sem hefur lagt á sig að flytja til Íslands og vinna hér ýmis störf sem Íslendingar hafa ekki endilega verið hrifnir af að sinna og þetta vinnuafl, sem hefur komið hingað er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur og mér finnst stórmerkilegt að þessi hópur hafi áhuga og vilja til að læra tungumál sem þrjú hundruð þúsund manns tala í heiminum,“ segir Steinunn Ósk. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Verkefnisstjóri í íslensku hjá Fræðsluneti Suðurlands undrast áhugaleysi stjórnvalda í að veita fjármunum í að kenna útlendingum íslensku á tímum Covid þegar margir þeirra eru atvinnulausir og hafa tíma til að læra tungumálið. Eins og allir vita hafa fjölmargir útlendingar flust til landsins síðustu ár, ekki síst til að sækja vinnu í ferðaþjónustu þegar mest var að gera þar. Sumir staldra stutt við á meðan aðrir hafa sest hér að til frambúðar. Nú þegar nánast ekkert er að gera í ferðaþjónustu eru margir útlendingar án atvinnu og hafa þá viljað nýta tíman til að læra íslenskuna betur og sækja námskeið, sem boðið er upp á víða um land. Hjá Fræðsluneti Suðurlands hefur verið öflug íslenskukennsla fyrir útlendinga til fjölda ára en á sama tíma þarf að vísa núna fullt af fólki frá því ekki eru til peningar til að halda námskeiðin, sem koma frá ríkisvaldinu. „Við getum ekki tekið nema sama fjölda og venjulega þar sem við fáum ekki meiri styrki frá ríkinu til að halda íslenskunámskeið. Við gætum kennt mun fleirum heldur en við gerum og ég finn það að það eru margir útlendingar, sem eru dálítið hissa og undrandi á því að geta ekki haldið áfram að læra til dæmis þegar þeir eru búnir að taka eitt námskeið og þá vilja þeir kannski taka annað námskeið. Þá erum við búin með ríkisstyrkinn og þá verðum við að stoppa þangað til á næsta ári,“ segir Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnisstjóri í íslensku hjá Fræðsluneti Suðurlands. Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnisstjóri íslenskukennslu hjá Fræðsluneti Suðurlands.Einkasafn Steinunn Ósk segir mjög mikla eftirspurn eftir íslenskunámskeiðum hjá útlendingum, allir vilji læra tungumálið. „Já, og mikill áhugi fyrir að vera í námi þannig að það sé ekki stopp á milli námskeiða. Hvert námskeið er 60 klukkustundir og það tekur um einn og hálfan mánuð að keyra eitt námskeið miðað við að fólk sé tvisvar í viku í tímum.“ Steinunn Ósk segir að stjórnvöld verði að vakna og hugsa um íslenskukennslu fyrir útlendinga. „Ég vil bara að við metum þetta dugmikla fólk, sem hefur lagt á sig að flytja til Íslands og vinna hér ýmis störf sem Íslendingar hafa ekki endilega verið hrifnir af að sinna og þetta vinnuafl, sem hefur komið hingað er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur og mér finnst stórmerkilegt að þessi hópur hafi áhuga og vilja til að læra tungumál sem þrjú hundruð þúsund manns tala í heiminum,“ segir Steinunn Ósk.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira