Kannast ekki við að vera á sama báti og fjármálaráðherra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. október 2020 14:27 Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp Ísland, grasrótar fólks í fátækt segir að stjórnvöld hunsi fólk í fátækt. Fólk sé saman komið á Austurvelli til að koma úr felum og krefjast kjarabóta. Ásta Dís Þingsetningarathöfn hófst klukkan hálf tvö í dag með guðsþjónustu í Dómkirkjunni en á sama tíma kom fólk sér fyrir á Austurvelli til að sýna þeim samstöðu sem eru á lægstu launum. Þau vilja minna stjórnvöld á fyrir hverja þau vinna og á að fólk í fátækt bíði enn eftir kjarabótum. Fundurinn er undir yfirskriftinni Ekki í sama báti. Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp Ísland, grasrótar fólks í fátækt, segir að verið sé að vísa til ummæla fjármálaráðherra. „Við upplifum ekki að við séum í sama báti og fjármálaráðherra. Við upplifum miklu frekar að við séum að horfa á snekkjurnar og árabátana og skekturnar og allt hvað þetta heitir frá hripleka vaskafatinu sem við höngum á“ Tilgangurinn með samstöðumótmælunum er að minna stjórnvöld á fyrir hverja þau vinna. Að neðan má sjá myndband frá mótmælunum þar sem fjórar konur sungu þjóðsöng Íslendinga, liggjandi berar að ofan á Austurvelli. „Við erum svolítið eins og óhreinu börnin hennar Evu, við erum svolítið sundurleitur hópur, við erum margar smærri einingar; atvinnulausir, láglaunahóparnir, einstæðu foreldrarnir, fatlaðir, langveikir og innflytjendur. Þetta eru svo margir smáir hópar sem eru ekki sameinaðir undir einum hatti. það er svo auðvelt að sniðganga okkur og hreinlega afneita tilvist okkar.“ Ásta segir að blessunarlega hafi fólk í fátækt í auknum mæli valeflst á síðustu árum og varpað frá sér skömminni. „Upp úr hruni fór svolítið að bera á því að fólk þyrði meira að standa upp af því að allt í einu mátti nota orðið fátækt. Fyrir hrun mátti hreinlega ekki nota þetta orð. Fólk er svolítið að átta sig á því að það er í aðstæðum sem það sjálft fær ekki breytt. Það er ekki hægt að segja „ef ég er bara duglegri þá breytist staðan mín.“ Fólk er búið að lemjast lengi í þessu kerfi og það er komið í aðstæður sem það getur engan veginn breytt sjálft. Þess vegna verða stjórnvöld að taka tillit til þessa hóps,“ segir Ásta Þórdís. „Það er margoft búið að fjalla um birtingarmynd fátæktar í fjölmiðlum, hversu ljót hún getur verið og hversu slæmt ástandið er oft; Sögurnar um mömmuna sem borðaði poppkorn svo börnin fengju mat að borða því það var ekki til nóg handa öllum og allar þessar sögur. Sumir halda að þetta séu ýkjur en þetta eru staðreyndir. Það er búið að fjalla svo oft um birtingarmyndina og nú ætlum við að storma þarna niður eftir og við ætlum að vera sýnileg til að minna þau á fyrir hvern þau eru að vinna. Nú er kominn tími til að krefjast lausna. Birtingarmyndin er skýr, þú þarft ekkert að leita lengi til að sjá birtingarmyndina, núna viljum við lausnir.“ Alþingi Reykjavík Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Þingsetningarathöfn hófst klukkan hálf tvö í dag með guðsþjónustu í Dómkirkjunni en á sama tíma kom fólk sér fyrir á Austurvelli til að sýna þeim samstöðu sem eru á lægstu launum. Þau vilja minna stjórnvöld á fyrir hverja þau vinna og á að fólk í fátækt bíði enn eftir kjarabótum. Fundurinn er undir yfirskriftinni Ekki í sama báti. Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp Ísland, grasrótar fólks í fátækt, segir að verið sé að vísa til ummæla fjármálaráðherra. „Við upplifum ekki að við séum í sama báti og fjármálaráðherra. Við upplifum miklu frekar að við séum að horfa á snekkjurnar og árabátana og skekturnar og allt hvað þetta heitir frá hripleka vaskafatinu sem við höngum á“ Tilgangurinn með samstöðumótmælunum er að minna stjórnvöld á fyrir hverja þau vinna. Að neðan má sjá myndband frá mótmælunum þar sem fjórar konur sungu þjóðsöng Íslendinga, liggjandi berar að ofan á Austurvelli. „Við erum svolítið eins og óhreinu börnin hennar Evu, við erum svolítið sundurleitur hópur, við erum margar smærri einingar; atvinnulausir, láglaunahóparnir, einstæðu foreldrarnir, fatlaðir, langveikir og innflytjendur. Þetta eru svo margir smáir hópar sem eru ekki sameinaðir undir einum hatti. það er svo auðvelt að sniðganga okkur og hreinlega afneita tilvist okkar.“ Ásta segir að blessunarlega hafi fólk í fátækt í auknum mæli valeflst á síðustu árum og varpað frá sér skömminni. „Upp úr hruni fór svolítið að bera á því að fólk þyrði meira að standa upp af því að allt í einu mátti nota orðið fátækt. Fyrir hrun mátti hreinlega ekki nota þetta orð. Fólk er svolítið að átta sig á því að það er í aðstæðum sem það sjálft fær ekki breytt. Það er ekki hægt að segja „ef ég er bara duglegri þá breytist staðan mín.“ Fólk er búið að lemjast lengi í þessu kerfi og það er komið í aðstæður sem það getur engan veginn breytt sjálft. Þess vegna verða stjórnvöld að taka tillit til þessa hóps,“ segir Ásta Þórdís. „Það er margoft búið að fjalla um birtingarmynd fátæktar í fjölmiðlum, hversu ljót hún getur verið og hversu slæmt ástandið er oft; Sögurnar um mömmuna sem borðaði poppkorn svo börnin fengju mat að borða því það var ekki til nóg handa öllum og allar þessar sögur. Sumir halda að þetta séu ýkjur en þetta eru staðreyndir. Það er búið að fjalla svo oft um birtingarmyndina og nú ætlum við að storma þarna niður eftir og við ætlum að vera sýnileg til að minna þau á fyrir hvern þau eru að vinna. Nú er kominn tími til að krefjast lausna. Birtingarmyndin er skýr, þú þarft ekkert að leita lengi til að sjá birtingarmyndina, núna viljum við lausnir.“
Alþingi Reykjavík Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira