Dagskráin: Pepsi Max og Dominos deildir karla, Messi, dregið í Meistaradeildinni og fær Rúnar tækifæri? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2020 06:45 KR urðu Íslandsmeistarar árið 2019 en engin úrslitakeppni var á síðustu leiktíð. Maðurinn sem lyftir titlinum verður þó ekki með KR-ingum í vetur en hann leikur nú með Val í Dominos deild karla. Vísir Að venju er nóg um að vera í besta sætinu í dag. Við sýnum beint frá því er dregið verður í riðla í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, leikir í Pepsi Max sem og Dominos deildum karla, Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Arsenal heimsækja Anfield í enska deildarbikarnum. Þá sýnum við einnig Dominos Körfuboltakvöld kvenna sem og tvo leiki úr spænsku deildinni. Einnig er nóg um að vera á golfstöðinni. Ekki nema sjö leikir og þrjú golfmót í beinni útsendingu í dag Klukkan 15:00 hefst útsending frá drættinum í Meistaradeild Evrópu. Tvö Íslendingalið eru í pottinum en landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson leikur með Olympiacos í Grikklandi. Mikael Neville Anderson er svo á mála hjá ríkjandi Danmerkur meisturum í Midtjylland. Þau ásamt öllum helstu stórliðum Evrópu verða dregin í riðla í dag. Liðunum er skipt niður í fjóra styrkleikaflokka og lið frá sama landi geta ekki dregist saman í riðil. Klukkan 17:45 færum við okku ryfir í íslenska boltann og sýnum leik Breiðabliks og KA í Pepsi Max deild karla í beinni útsendingu. KA hefur náð vopnum sínum og leikið vel undanfarið en Blikar vilja næla í öll þrjú stigin þar sem liðið stefnir á Evrópusæti. Að honum loknum eða klukkan 20:00 er komið að leik Stjörnunnar og FH. Gestirnir unnu leik liðanna í Mjólkurbikarnum nýverið en skömmu áður hafði Stjarnan stolið þremur stigum gegn FH á síðustu sekúndum leiksins. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað gerist í kvöld. Klukkan 22:10 er svo komið að Dominos Körfuboltakvöldi kvenna. Stöð 2 Sport 2 Arsenal heimsækir Englandsmeistara Liverpool heim í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins. Liverpool vann leik liðanna í deildinni á dögunum 3-1 og það er ljóst að Arsenal á erfitt verkefni fyrir höndum. Rúnar Alex Rúnarsson gæti byrjað sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 en útsending tíu mínútur fyrr. Stöð 2 Sport 3 Dominos deild karla í körfubolta fer af stað í kvöld með tveimur leikjum. Nýliðar Hattar fá Grindavík í heimsókn á Egilsstaði. Útsending hefst klukkan 18:20. Íslandsmeistarar KR fá Njarðvík í heimsókn í DHL-höllina í Vesturbæ Reykjavíkur í síðari leiknum en útsending hefst klukkan 20:10. Stöð 2 Sport 4 Fyrir þá sem fá ekki nóg af fótbolta þá sýnum við einnig tvo leiki beint úr spænska boltanum. Sevilla tekur á móti Levante í fyrri leik dagsins og hefst útsending klukkan 16:50. Fýlupúkinn Lionel Messi og samherjar hans í Barcelona mæta svo Celta Vigo í síðari leik dagsins sem hefst klukkan 19:20. Golfstöðin Frá klukkan 10:30 til 16:25 sýnum við beint frá Opna skoska sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Klukkan 17:00 hefst útsending af Shoprite Classic-mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Klukkan 20:00 er svo Sanders Farm-meistaramótið á dagskrá en það er hluti af PGA-mótaröðinni. Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása í dag. Hér má sjá allar beinar útsendingar sem framundan eru. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Golf Dominos-deild karla Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
Að venju er nóg um að vera í besta sætinu í dag. Við sýnum beint frá því er dregið verður í riðla í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, leikir í Pepsi Max sem og Dominos deildum karla, Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Arsenal heimsækja Anfield í enska deildarbikarnum. Þá sýnum við einnig Dominos Körfuboltakvöld kvenna sem og tvo leiki úr spænsku deildinni. Einnig er nóg um að vera á golfstöðinni. Ekki nema sjö leikir og þrjú golfmót í beinni útsendingu í dag Klukkan 15:00 hefst útsending frá drættinum í Meistaradeild Evrópu. Tvö Íslendingalið eru í pottinum en landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson leikur með Olympiacos í Grikklandi. Mikael Neville Anderson er svo á mála hjá ríkjandi Danmerkur meisturum í Midtjylland. Þau ásamt öllum helstu stórliðum Evrópu verða dregin í riðla í dag. Liðunum er skipt niður í fjóra styrkleikaflokka og lið frá sama landi geta ekki dregist saman í riðil. Klukkan 17:45 færum við okku ryfir í íslenska boltann og sýnum leik Breiðabliks og KA í Pepsi Max deild karla í beinni útsendingu. KA hefur náð vopnum sínum og leikið vel undanfarið en Blikar vilja næla í öll þrjú stigin þar sem liðið stefnir á Evrópusæti. Að honum loknum eða klukkan 20:00 er komið að leik Stjörnunnar og FH. Gestirnir unnu leik liðanna í Mjólkurbikarnum nýverið en skömmu áður hafði Stjarnan stolið þremur stigum gegn FH á síðustu sekúndum leiksins. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað gerist í kvöld. Klukkan 22:10 er svo komið að Dominos Körfuboltakvöldi kvenna. Stöð 2 Sport 2 Arsenal heimsækir Englandsmeistara Liverpool heim í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins. Liverpool vann leik liðanna í deildinni á dögunum 3-1 og það er ljóst að Arsenal á erfitt verkefni fyrir höndum. Rúnar Alex Rúnarsson gæti byrjað sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 en útsending tíu mínútur fyrr. Stöð 2 Sport 3 Dominos deild karla í körfubolta fer af stað í kvöld með tveimur leikjum. Nýliðar Hattar fá Grindavík í heimsókn á Egilsstaði. Útsending hefst klukkan 18:20. Íslandsmeistarar KR fá Njarðvík í heimsókn í DHL-höllina í Vesturbæ Reykjavíkur í síðari leiknum en útsending hefst klukkan 20:10. Stöð 2 Sport 4 Fyrir þá sem fá ekki nóg af fótbolta þá sýnum við einnig tvo leiki beint úr spænska boltanum. Sevilla tekur á móti Levante í fyrri leik dagsins og hefst útsending klukkan 16:50. Fýlupúkinn Lionel Messi og samherjar hans í Barcelona mæta svo Celta Vigo í síðari leik dagsins sem hefst klukkan 19:20. Golfstöðin Frá klukkan 10:30 til 16:25 sýnum við beint frá Opna skoska sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Klukkan 17:00 hefst útsending af Shoprite Classic-mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Klukkan 20:00 er svo Sanders Farm-meistaramótið á dagskrá en það er hluti af PGA-mótaröðinni. Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása í dag. Hér má sjá allar beinar útsendingar sem framundan eru.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Golf Dominos-deild karla Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira