Sport

AS segir UEFA með hugmyndir um Meistaradeildina: Einn leikur í 8-liða úrslitunum og úrslitahelgi í Istanbúl

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr fyrri leik Real Madrid og Man. City í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
GETTY

Spænski miðillinn AS greinir frá því að UEFA muni á morgun koma fram með þær hugmyndir sem þeir huga að sé best fyrir Meistaradeild Evrópu sem og Evrópudeildina. Forráðamenn knattspyrnuhreyfingarinnar munu þá funda.

Fótboltinn í flest öllum löndum í heiminum er nú kominn í pásu næstu vikurnar en á morgun mun UEFA koma fram með sínar hugmyndir. Þær eru meðal annars að einungis einn leikur verður í átta liða úrslitum beggja keppna.

Sá leikur mun þá annað hvort fara á hlutlausum velli eða dregið um hvort liðið fái heimaleik. Um undanúrslitin og úrslitin hafði UEFA hugsað sér að spila hálfgerða úrslitahelgi; undanúrslitin og úrslitin fara fram í borginni þar sem úrslitaleikurinn á að fara fram.

Leikirnir myndu þá fara fram með fjögurra til fimm daga millibil. Úrslitahelgi Meistaradeildarinnar yrði í Istanbúl en Evrópudeildin í Gdansk. Meistaradeildin á að klárast 30. maí en Evrópudeildin 27. maí.

Það verður einnig til umræðu á fundinum á morgun hvað eigi að gera við EM. Þar verður endanleg ákvörðun tekin um umspilssleiki Íslands gegn Rúmeníu sem á að fara fram þann 26. mars.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.