Áskorun á atvinnurekendur Eiður Stefánsson skrifar 25. september 2020 12:15 Við uppgang og útbreiðslu Covid-19 veirunnar um heiminn, hefur staðan og horfur í efnahagsmálum versnað mikið á Íslandi. Það á sérstaklega við um ferðaþjónustuna og veitingargeirann. Íslenskir skattgreiðendur hafa lagst á árarnar með fyrirtækjum sem hafa farið illa út úr þessu ástandi, en því ber að fagna að rekstur meirihluta fyrirtækja á landinu virðist ganga vel. Í aðdraganda kjarasamningagerð aðildarfélaga ASÍ og SA, sem gerðir voru vorið 2019 undir heitinu lífskjarasamningar, voru blikur á lofti í ferðaþjónustu- og flugbransanum. Þegar samningaviðræður stóðu sem hæst þá var það öllum ljóst sem við samningaborðið sátu að árin 2019 og 2020 yrðu slæm ár fyrir ferðaþjónustuna. Öllum varð það líka ljóst að fyrir því væru margþættar ástæður sem erfitt væri að mæta með einföldum aðgerðum. Til að bæta gráu ofan í svart varð WOW Air gjaldþrota og sú staða bættist inn í myndina og hafði eðli málsins samkvæmt mikil áhrif á samningagerðina. Báðum samningsaðilum varð það ljóst að nauðsynlega þyrfti að gera hóflega kjarasamninga með sérstaka áherslu á kjarabætur til tekjulágs launafólks og stuðla að vaxtalækkun sem gagnast heimilunum og atvinnulífinu einkar vel. Þar sem samningsaðilar voru sammála um að launhækkanir á samningstímanum væru hófstilltar var settur inn hagvaxtarauki til að tryggja hlut launamanna í verðmætasköpun þjóðarinnar. Eins og málin hafa þróast þá eru ekki miklar líkur á að hagvaxtarauki komi til með að hækka laun á samningstímanum og því ljóst að krónutöluhækkun verði eina hækkunin sem komi til með að hækka laun. Í dag eru dagvinnulaun afgreiðslufólks í verslun eftir 5 ára starf hjá sama atvinnurekanda 332.530 kr. og ef samningum verður ekki sagt upp af hálfu SA þá munu laun hækka um 24.000 kr. þann 1. janúar 2021. Dagvinnulaun afgreiðslufólks í verslun eftir 5 ára starf hjá sama atvinnurekanda fara í 356.530 kr. Ég fæ ekki séð hvernig SA eða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra geta með nokkru móti ætlast til þess að okkar félagsmenn á þessum launum taka á sig launaskerðingu. Ég skora á atvinnurekendur að standa við kjarasamninginn. Höfundur er formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyrar og nágrennis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Við uppgang og útbreiðslu Covid-19 veirunnar um heiminn, hefur staðan og horfur í efnahagsmálum versnað mikið á Íslandi. Það á sérstaklega við um ferðaþjónustuna og veitingargeirann. Íslenskir skattgreiðendur hafa lagst á árarnar með fyrirtækjum sem hafa farið illa út úr þessu ástandi, en því ber að fagna að rekstur meirihluta fyrirtækja á landinu virðist ganga vel. Í aðdraganda kjarasamningagerð aðildarfélaga ASÍ og SA, sem gerðir voru vorið 2019 undir heitinu lífskjarasamningar, voru blikur á lofti í ferðaþjónustu- og flugbransanum. Þegar samningaviðræður stóðu sem hæst þá var það öllum ljóst sem við samningaborðið sátu að árin 2019 og 2020 yrðu slæm ár fyrir ferðaþjónustuna. Öllum varð það líka ljóst að fyrir því væru margþættar ástæður sem erfitt væri að mæta með einföldum aðgerðum. Til að bæta gráu ofan í svart varð WOW Air gjaldþrota og sú staða bættist inn í myndina og hafði eðli málsins samkvæmt mikil áhrif á samningagerðina. Báðum samningsaðilum varð það ljóst að nauðsynlega þyrfti að gera hóflega kjarasamninga með sérstaka áherslu á kjarabætur til tekjulágs launafólks og stuðla að vaxtalækkun sem gagnast heimilunum og atvinnulífinu einkar vel. Þar sem samningsaðilar voru sammála um að launhækkanir á samningstímanum væru hófstilltar var settur inn hagvaxtarauki til að tryggja hlut launamanna í verðmætasköpun þjóðarinnar. Eins og málin hafa þróast þá eru ekki miklar líkur á að hagvaxtarauki komi til með að hækka laun á samningstímanum og því ljóst að krónutöluhækkun verði eina hækkunin sem komi til með að hækka laun. Í dag eru dagvinnulaun afgreiðslufólks í verslun eftir 5 ára starf hjá sama atvinnurekanda 332.530 kr. og ef samningum verður ekki sagt upp af hálfu SA þá munu laun hækka um 24.000 kr. þann 1. janúar 2021. Dagvinnulaun afgreiðslufólks í verslun eftir 5 ára starf hjá sama atvinnurekanda fara í 356.530 kr. Ég fæ ekki séð hvernig SA eða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra geta með nokkru móti ætlast til þess að okkar félagsmenn á þessum launum taka á sig launaskerðingu. Ég skora á atvinnurekendur að standa við kjarasamninginn. Höfundur er formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyrar og nágrennis.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar