Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson skrifar 29. janúar 2016 07:00 Fyrstu kynni mín af hindúismanum voru árið 1990 þegar ég var nýfluttur til Danmerkur ásamt fjölskyldu minni til þess að hefja framhaldsnám í trúarbragðasögu. Við höfðum leigt okkur lítið múrsteinshús í úthverfi Árósa og komum okkur þar vel fyrir ásamt dóttur okkar sem þá var aðeins þriggja ára gömul. Hverfið sem við bjuggum í var svona ekta danskt úthverfi, þar sem öll húsin voru eins, lítil og sæt múrsteinshús með litlum og fallegum garði allt um kring þar sem eplatré og plómutré stóðu í blóma seinni part sumars. Við hliðina á húsinu sem við leigðum var sem sagt nákvæmlega eins múrsteinshús, þó aðeins stærra og meira um sig. Þarna var nú ekki vaninn eins og í frjálsræðinu sem þá var hér uppi á Íslandi, að börnin hlypu á milli húsa algerlega ein og frjáls í leit að leikfélögum. En við urðum fljótt vör við það að í nágrannahúsi okkar ætti heima lítil dama, akkúrat jafn gömul dömunni okkar. Þær höfðu eitthvað kíkst á undir trjáþykkninu sem aðskildi húsin. Einn góðan veðurdag var bankað á dyrnar hjá okkur og var þar komin mamma stelpunnar til þess að spyrja okkur hvort ekki væri upplagt að dóttir hennar og dóttir okkar fengju að leika sér saman um helgar og eftir leikskóla. Það leist okkur vel á og upphófust nú góð kynni milli yngstu meðlimanna í húsunum tveimur. Nokkru síðar knúði móðir stúlkunnar aftur dyra, í þetta sinn til þess að bjóða okkur foreldrunum upp á te og gulrótarköku, svo við gætum nú líka kynnst hvert öðru. Við þáðum það með þökkum og næsta laugardag sátum við að tedrykkju úr dýrindis bollum hjá nágrannanum og borðuðum gulrótarkökur og fleiri grænmetiskrásir sem í boði voru.Musteri í kjallaranumKom nú í ljós að í húsinu bjuggu um tólf manns, þrír Danir, fjórir Norðmenn, fjórir Svíar og einn Indverji. Sagði gestgjafinn okkur að þau byggju þar í kommúnu, væru öll hindúar og leggðu stund á raja yoga undir stjórn Indverjans, sem væri gúru þeirra, eða andlegur leiðtogi. Að lokinni teveislunni var okkur síðan boðið í kjallarann. Þar höfðu allir milliveggir verið rifnir út og í stað geymslu og þvottahúss gat að líta indverskt musteri, helgað guðunum Rama og Krishna. Áttum við síðan hið besta samneyti við þessa nágranna okkar á meðan við bjuggum í Árósum og spjallaði ég oft við indverska gúrúinn um æfi hans, hindúisma, Indland og önnur hugðarefni. Síðan eru liðin mörg ár og mikið vatn runnið til sjávar. En ég er enn að fást við trúarbrögðin öll, alla -ismana, sem mér þykja svo spennandi. Ég hef þvælst víða um veröldina og heimsótt marga helgustu staði hinna ýmsu trúarbragða. Ég hef fyrir löngu sannfærst um að í trúarleit mannsins sé að finna eitthvað svo frum-mannlegt, að fátt annað skilgreini betur hvað það er að vera maður. Á þessari vegferð minni hef ég kynnst fjöldanum öllum af fólki frá margs konar söfnuðum og með fjölbreyttar trúarskoðanir í farteskinu. Allt hefur þetta verið hið besta fólk, og aldrei hef ég lent í deilu við neinn þeirra. En átt ótrúlega margar og gefandi samræður við þau. Þetta spjall okkar yfir tebolla forðum daga í kommúnunni í Árósum hefur oft komið upp í huga mér síðan. Ekki síst nú að undanförnu þegar deilur og fordómar virðast vera svo ríkjandi milli trúar- og menningarhópa. Ætli lausnin sé ekki fólgin í því að spjalla saman yfir tebolla, eða kaffisopa, af virðingu og í einlægni – og þá komumst við fljótt að því að öll erum við eins, með sömu vonir og drauma – um betra líf fyrir börnin okkar, réttlæti og frið. Látum reyna á samtalið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Fyrstu kynni mín af hindúismanum voru árið 1990 þegar ég var nýfluttur til Danmerkur ásamt fjölskyldu minni til þess að hefja framhaldsnám í trúarbragðasögu. Við höfðum leigt okkur lítið múrsteinshús í úthverfi Árósa og komum okkur þar vel fyrir ásamt dóttur okkar sem þá var aðeins þriggja ára gömul. Hverfið sem við bjuggum í var svona ekta danskt úthverfi, þar sem öll húsin voru eins, lítil og sæt múrsteinshús með litlum og fallegum garði allt um kring þar sem eplatré og plómutré stóðu í blóma seinni part sumars. Við hliðina á húsinu sem við leigðum var sem sagt nákvæmlega eins múrsteinshús, þó aðeins stærra og meira um sig. Þarna var nú ekki vaninn eins og í frjálsræðinu sem þá var hér uppi á Íslandi, að börnin hlypu á milli húsa algerlega ein og frjáls í leit að leikfélögum. En við urðum fljótt vör við það að í nágrannahúsi okkar ætti heima lítil dama, akkúrat jafn gömul dömunni okkar. Þær höfðu eitthvað kíkst á undir trjáþykkninu sem aðskildi húsin. Einn góðan veðurdag var bankað á dyrnar hjá okkur og var þar komin mamma stelpunnar til þess að spyrja okkur hvort ekki væri upplagt að dóttir hennar og dóttir okkar fengju að leika sér saman um helgar og eftir leikskóla. Það leist okkur vel á og upphófust nú góð kynni milli yngstu meðlimanna í húsunum tveimur. Nokkru síðar knúði móðir stúlkunnar aftur dyra, í þetta sinn til þess að bjóða okkur foreldrunum upp á te og gulrótarköku, svo við gætum nú líka kynnst hvert öðru. Við þáðum það með þökkum og næsta laugardag sátum við að tedrykkju úr dýrindis bollum hjá nágrannanum og borðuðum gulrótarkökur og fleiri grænmetiskrásir sem í boði voru.Musteri í kjallaranumKom nú í ljós að í húsinu bjuggu um tólf manns, þrír Danir, fjórir Norðmenn, fjórir Svíar og einn Indverji. Sagði gestgjafinn okkur að þau byggju þar í kommúnu, væru öll hindúar og leggðu stund á raja yoga undir stjórn Indverjans, sem væri gúru þeirra, eða andlegur leiðtogi. Að lokinni teveislunni var okkur síðan boðið í kjallarann. Þar höfðu allir milliveggir verið rifnir út og í stað geymslu og þvottahúss gat að líta indverskt musteri, helgað guðunum Rama og Krishna. Áttum við síðan hið besta samneyti við þessa nágranna okkar á meðan við bjuggum í Árósum og spjallaði ég oft við indverska gúrúinn um æfi hans, hindúisma, Indland og önnur hugðarefni. Síðan eru liðin mörg ár og mikið vatn runnið til sjávar. En ég er enn að fást við trúarbrögðin öll, alla -ismana, sem mér þykja svo spennandi. Ég hef þvælst víða um veröldina og heimsótt marga helgustu staði hinna ýmsu trúarbragða. Ég hef fyrir löngu sannfærst um að í trúarleit mannsins sé að finna eitthvað svo frum-mannlegt, að fátt annað skilgreini betur hvað það er að vera maður. Á þessari vegferð minni hef ég kynnst fjöldanum öllum af fólki frá margs konar söfnuðum og með fjölbreyttar trúarskoðanir í farteskinu. Allt hefur þetta verið hið besta fólk, og aldrei hef ég lent í deilu við neinn þeirra. En átt ótrúlega margar og gefandi samræður við þau. Þetta spjall okkar yfir tebolla forðum daga í kommúnunni í Árósum hefur oft komið upp í huga mér síðan. Ekki síst nú að undanförnu þegar deilur og fordómar virðast vera svo ríkjandi milli trúar- og menningarhópa. Ætli lausnin sé ekki fólgin í því að spjalla saman yfir tebolla, eða kaffisopa, af virðingu og í einlægni – og þá komumst við fljótt að því að öll erum við eins, með sömu vonir og drauma – um betra líf fyrir börnin okkar, réttlæti og frið. Látum reyna á samtalið!
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun