Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar 20. október 2025 11:00 Veitingageirinn á Íslandi stendur frammi fyrir meiri áskorunum nú en um langt árabil. Á undanförnum mánuðum hafa margir staðir lokað – allt frá nýjum frumkvöðlaverkefnum til rótgróinna veitingahúsa með traustan viðskiptavinahóp. Þetta er þróun sem ætti að vekja athygli okkar allra, því hér er ekki um einstaka rekstrarerfiðleika að ræða heldur kerfisbundið vandamál. Grunnforsendur reksturs hafa breyst. Launakostnaður sem hlutfall af tekjum hefur á fáum árum hækkað í kringum 50%, sem eitt og sér gerir hefðbundið rekstrarlíkan veitingastaða ósjálfbært. Til samanburðar er þumalputtaregla í alþjóðlegum veitingarekstri að laun, hráefni og annar rekstrarkostnaður vegi hvort um sig 25–30% af tekjum, þannig að eftir standi hóflegur hagnaður. Aukinn kostnaður við hráefni og hæstu áfengisskattar í Evrópu hafa síðan þrengt svigrúmið enn frekar. Veitingastaðir kaupa vín og hráefni á sama verði og neytendur og hafa því takmarkaða möguleika á að lækka kostnað án þess að skerða gæði. Þegar húsaleiga er jafnframt á pari við stórborgir á borð við Stokkhólm eða Kaupmannahöfn, er ljóst að rekstrarumhverfið er orðið afar brothætt. Ofan á þetta bætast flókin leyfisferli og langir afgreiðslutímar stjórnvalda. Það er ekki óalgengt að veitingamenn bíði mánuðum saman eftir rekstrarleyfi eða breytingaheimild, jafnvel þótt engar efnislegar breytingar séu á starfseminni. Slíkt veldur bæði fjárhagslegu tjóni og dregur úr trú á stjórnsýsluna. Til að tryggja framtíð greinarinnar þarf að grípa til markvissra aðgerða. Það felst meðal annars í því að: tryggja að kjarasamningar og launaviðmið endurspegli raunhæfa getu fyrirtækjanna til að standa undir þeim. hafa kjarasamninga í nágrannalöndunum sem leiðarljós þegar kemur að veitingamarkaðinum • endurskoða skattlagningu og gjaldtöku sem beinast sérstaklega að veitingarekstri, • einfalda og samræma leyfisferli milli sveitarfélaga, Veitingamenningin á Íslandi er ekki aðeins hluti af ferðaþjónustu eða afþreyingu – hún er mikilvæg stoð í samfélaginu, atvinnugrein sem skapar þúsundir starfa og eykur lífsgæði fólks. Til að hún dafni áfram þurfum við að hlúa að rekstrarumhverfinu með raunsæi og ábyrgð. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT – Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Bárðarson Veitingastaðir Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Veitingageirinn á Íslandi stendur frammi fyrir meiri áskorunum nú en um langt árabil. Á undanförnum mánuðum hafa margir staðir lokað – allt frá nýjum frumkvöðlaverkefnum til rótgróinna veitingahúsa með traustan viðskiptavinahóp. Þetta er þróun sem ætti að vekja athygli okkar allra, því hér er ekki um einstaka rekstrarerfiðleika að ræða heldur kerfisbundið vandamál. Grunnforsendur reksturs hafa breyst. Launakostnaður sem hlutfall af tekjum hefur á fáum árum hækkað í kringum 50%, sem eitt og sér gerir hefðbundið rekstrarlíkan veitingastaða ósjálfbært. Til samanburðar er þumalputtaregla í alþjóðlegum veitingarekstri að laun, hráefni og annar rekstrarkostnaður vegi hvort um sig 25–30% af tekjum, þannig að eftir standi hóflegur hagnaður. Aukinn kostnaður við hráefni og hæstu áfengisskattar í Evrópu hafa síðan þrengt svigrúmið enn frekar. Veitingastaðir kaupa vín og hráefni á sama verði og neytendur og hafa því takmarkaða möguleika á að lækka kostnað án þess að skerða gæði. Þegar húsaleiga er jafnframt á pari við stórborgir á borð við Stokkhólm eða Kaupmannahöfn, er ljóst að rekstrarumhverfið er orðið afar brothætt. Ofan á þetta bætast flókin leyfisferli og langir afgreiðslutímar stjórnvalda. Það er ekki óalgengt að veitingamenn bíði mánuðum saman eftir rekstrarleyfi eða breytingaheimild, jafnvel þótt engar efnislegar breytingar séu á starfseminni. Slíkt veldur bæði fjárhagslegu tjóni og dregur úr trú á stjórnsýsluna. Til að tryggja framtíð greinarinnar þarf að grípa til markvissra aðgerða. Það felst meðal annars í því að: tryggja að kjarasamningar og launaviðmið endurspegli raunhæfa getu fyrirtækjanna til að standa undir þeim. hafa kjarasamninga í nágrannalöndunum sem leiðarljós þegar kemur að veitingamarkaðinum • endurskoða skattlagningu og gjaldtöku sem beinast sérstaklega að veitingarekstri, • einfalda og samræma leyfisferli milli sveitarfélaga, Veitingamenningin á Íslandi er ekki aðeins hluti af ferðaþjónustu eða afþreyingu – hún er mikilvæg stoð í samfélaginu, atvinnugrein sem skapar þúsundir starfa og eykur lífsgæði fólks. Til að hún dafni áfram þurfum við að hlúa að rekstrarumhverfinu með raunsæi og ábyrgð. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT – Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar