Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson skrifar 16. febrúar 2016 00:00 Fógetagarðurinn við Aðalstræti, sem sumir nefna Víkurgarð, er einn fegursti og sögulegasti staður í miðbæ Reykjavíkur, fagur ekki síst fyrir stæðileg tré og sögulegur vegna þess að þarna stóð Víkurkirkja og kirkjugarður og enn sjást ummerki þess. Hinn 9. febrúar sl. mátti lesa í dagblaði að þessi skjólgóði garður yrði brátt „aðalútisvæði“ fyrir 160 herbergja hótel sem rísa skal á Landsímareit. Aðkoma að hótelinu skal vera um Fógetagarðinn. Gestir hótelsins munu draga farangur sinn um garðinn og þar munu fara um aðrir þeir sem eiga erindi inn á hótelið. Þetta mun trufla og takmarka allt annað athafnalíf í garðinum, og sjálfsagt koma í veg fyrir margt, eins og t.d. markað sem hefur verið haldinn þarna á laugardögum á sumrin. Í dagblaðinu fyrrnefnda sagði forsvarsmaður að hótelið myndi „skapa líf“. Ekki í Fógetagarðinum, það mun drepa það sem fyrir er. Nú þegar er umferð hópferðabíla mikil um Aðalstræti og átök um að komast að til að hleypa út eða inn gestum hótela en þau eru á hverju strái. Keyrir alveg um þverbak þegar hið nýja hótel bætist við og líka fyrirhugað hótel í Herkastalanum. Yfirvöld munu e.t.v. banna umferð hópferðabíla um götuna og ætla gestum lengri og meiri burð farangurs. En það breytir litlu fyrir Fógetagarðinn. Hvernig dettur forsvarsmönnum borgarinnar í hug að afhenda einkafyrirtæki þennan mikilvæga og sögulega garð, sameign okkar allra, sem „aðalútisvæði“ risahótels? Það er óverjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Fógetagarðurinn við Aðalstræti, sem sumir nefna Víkurgarð, er einn fegursti og sögulegasti staður í miðbæ Reykjavíkur, fagur ekki síst fyrir stæðileg tré og sögulegur vegna þess að þarna stóð Víkurkirkja og kirkjugarður og enn sjást ummerki þess. Hinn 9. febrúar sl. mátti lesa í dagblaði að þessi skjólgóði garður yrði brátt „aðalútisvæði“ fyrir 160 herbergja hótel sem rísa skal á Landsímareit. Aðkoma að hótelinu skal vera um Fógetagarðinn. Gestir hótelsins munu draga farangur sinn um garðinn og þar munu fara um aðrir þeir sem eiga erindi inn á hótelið. Þetta mun trufla og takmarka allt annað athafnalíf í garðinum, og sjálfsagt koma í veg fyrir margt, eins og t.d. markað sem hefur verið haldinn þarna á laugardögum á sumrin. Í dagblaðinu fyrrnefnda sagði forsvarsmaður að hótelið myndi „skapa líf“. Ekki í Fógetagarðinum, það mun drepa það sem fyrir er. Nú þegar er umferð hópferðabíla mikil um Aðalstræti og átök um að komast að til að hleypa út eða inn gestum hótela en þau eru á hverju strái. Keyrir alveg um þverbak þegar hið nýja hótel bætist við og líka fyrirhugað hótel í Herkastalanum. Yfirvöld munu e.t.v. banna umferð hópferðabíla um götuna og ætla gestum lengri og meiri burð farangurs. En það breytir litlu fyrir Fógetagarðinn. Hvernig dettur forsvarsmönnum borgarinnar í hug að afhenda einkafyrirtæki þennan mikilvæga og sögulega garð, sameign okkar allra, sem „aðalútisvæði“ risahótels? Það er óverjandi.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun