Sport

Dagskráin í dag: Olís deildar tvíhöfði, Stúkan og Martin gegn Hauki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukarnir mæta Stjörnunni á útivelli í dag.
Haukarnir mæta Stjörnunni á útivelli í dag. vísir/vilhelm

Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld sem og alla helgina.

Dagurinn í dag hefst með Evróputúrnum er Dubai Duty Free fer fram. Útsending frá mótinu hefst 11.55.

Það er ekki eina golfmótið sem er sýnt í beinni í dag því klukkan 18.55 verður sýnt frá Corales Puntacana meistaramótinu á PGA túrnum.

Það er tvíhöfði af spænska körfuboltanum í dag. Martin Hermannsson og félagar í Valencia mæta Morbanc Anodorra klukkan 15.00.

Tryggvi Snær Hlinason og samherjar í Zaragoza fá erfitt verkefni í kvöld en klukkan 19.45 verður flautað til leiks er þeir mæta Real Madrid á útivelli.

Tvíhöfði er á dagskrá einnig í íslenska handboltanum. Stjarnan og HK mætast í Olís deild kvenna klukkan 17.45 og klukkan 20.00 mætast Stjarnan og Haukar.

Enska B-deildin er á sínum stað á föstudegi en Huddersfield mætir Nottingham Forest og Pepsi Max stúkan fer í loftið klukkan 21.15 í kvöld.

Síðast en ekki síst er GTS Iceland: Tier 1 á dagskrá klukkan 21.30 en alla dagskrá dagsins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×