Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu klukkan 18:30.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu klukkan 18:30.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því að þrisvar sinnum fleiri greindust með kórónuveiruna síðastliðinn sólarhring heldur en sólarhringinn á undan. 

Við ræðum við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, sem nú liggur undir feldi og íhugar viðbrögðin. Þá verður fjallað um smitrakningu sem bendir til þess að smitin undanfarið hafi orðið hjá fólki sem situr við borð á veitingastöðum og drekkur öl fremur en að það hafi verið í troðningi.

Í fréttum verður sömuleiðis sagt frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi einsett sér að tilnefna hæstaréttardómara í stað Ruth Bader Ginsburg, sem lést af völdum krabbameins í gær. Repúblikar og Demokratar eru þegar farnir að rífast um hvort rétt sé að öldungadeild Bandaríkjanna taki slíka tilnefningu fyrir nú þegar sex vikur eru til kosninga.

Fjallað verður um ásakanir Íslandsdeildar Amnesty International í garð stjórnvalda um ómannúðlega meðferð á egypsku fjölskyldunni og að þau hafi með því brotið Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Og við segjum frá söfnun og dreifingu á birkifræjum, til þess að sporna við loftslagsvánni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.