Ødegaard byrjaði en Real tókst ekki að skora gegn Sociedad

Martin Ødegaard var einmitt á láni hjá Sociedad á síðustu leiktíð.
Martin Ødegaard var einmitt á láni hjá Sociedad á síðustu leiktíð. vísir/getty

Real Sociedad og Real Madrid gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust á heimavelli Sociedad í 1. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar.

Bæði lið fengu sín færi í leiknum í kvöld og var Martin Ødegaard í byrjunarliði Real eftir að hafa verið á mála hjá félaginu frá árinu 2015.

Norðmaðurinn var á láni hjá Sociedad á síðustu leiktíð og stóð sig vel. Það skilaði honum byrjunarliðssæti í kvöld en ekkert mark var skorað og lokatölur markalaust jafntefli.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.