Katrín Tanja sýndi okkur tígrisdýraaugun sín og að hún sé tilbúin í alvöru keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 08:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur enga áhorfendur til að hvetja sig áfram eins og á heimsleikum fyrri ára. Mynd/Instagram Það ætti enginn að afskrifa keppniskonuna Katrínu Tönju Davíðsdóttir sem hefur verið meðal fimm efstu á heimsleikunum undanfarin fimm ár. Katrín Tanja Davíðsdóttir er klár í sína áttundu heimsleika í CrossFit sem hefjast á morgun. Katrín Tanja er eini íslenski keppandinn sem er staddur út í Bandaríkjunum. Katrín Tanja Davíðsdóttir er tvöfaldur heimsmeistari sem hefur verið á topp fimm á fimm síðustu heimsleikum. Samt hafa ekki alltof margir trú á því að hún komist í fimm manna ofurúrslitin á leikunum í ár. Katrín Tanja vann heimsmeistaratitilinn 2015 og 2016, varð í þriðja sæti árið 2018 og loks í fjórða sætinu í fyrra. Versti árangur hennar undanfarin fimm ár var fimmta sætið árið 2017. Það myndi duga henni inn í úrslitin um heimsmeistaratitilinn í ár. Katrín Tanja skýtur aðeins á þessar hrakfaraspár í nýrri færslu sinni á Instagram reikningi sínum sem sjá má hér fyrir neðan. Það má segja að Katrín Tanja sýni tígrisdýraaugun sín í þessu myndbandi eða „Eye Of The Tiger“ eins og bandaríska hljómsveitin Survivor söng svo eftirminnilega um í myndinni Rocky III árið 1982. View this post on Instagram Stack the odds against me & this is what comes out. // 2 days & I am ready to COMPETE! - #RYouRogue @roguefitness @rogueinvitational A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Sep 16, 2020 at 8:34am PDT „Segið að ég eigi ekki mikla möguleika og þá kemur þetta fram. Tveir dagar í þetta og ég er tilbúin í það að keppa,“ skrifaði Katrín Tanja í gær og birti með myndband af sér frá því á Rogue Invitational í fyrra þar sem hún er á miklum spretti. Í myndbandinu leynir sér ekkert að þar er á ferðinni mikil keppniskona og þar má líka sjá tígrísdýra augnaráðið sem CrossFit sérfræðingurinn Armen Hammer talaði um á dögunum. Armen Hammer spáir nefnilega Katrínu Tönju áfram í úrslitin og er einn af fáum spekingum sem gerir það. „Hún hefur ekki átt frábært ár en ég held að Katrín hafi auga tígrisdýrsins þegar hún hugsar: Enginn trúir á mig,“ sagði Armen Hammer sem hefur mikla trú á andlegum styrk og keppnishörku íslensku CrossFit stjörnunnar. „Ég held að hún hafi möguleika á því að blómstra í þessu umhverfi þar sem kannski margir aðrir keppendur muni lenda í vandræðum,“ sagði Armen Hammer ennfremur og nú er bara að vona að spá hans rætist. CrossFit Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sjá meira
Það ætti enginn að afskrifa keppniskonuna Katrínu Tönju Davíðsdóttir sem hefur verið meðal fimm efstu á heimsleikunum undanfarin fimm ár. Katrín Tanja Davíðsdóttir er klár í sína áttundu heimsleika í CrossFit sem hefjast á morgun. Katrín Tanja er eini íslenski keppandinn sem er staddur út í Bandaríkjunum. Katrín Tanja Davíðsdóttir er tvöfaldur heimsmeistari sem hefur verið á topp fimm á fimm síðustu heimsleikum. Samt hafa ekki alltof margir trú á því að hún komist í fimm manna ofurúrslitin á leikunum í ár. Katrín Tanja vann heimsmeistaratitilinn 2015 og 2016, varð í þriðja sæti árið 2018 og loks í fjórða sætinu í fyrra. Versti árangur hennar undanfarin fimm ár var fimmta sætið árið 2017. Það myndi duga henni inn í úrslitin um heimsmeistaratitilinn í ár. Katrín Tanja skýtur aðeins á þessar hrakfaraspár í nýrri færslu sinni á Instagram reikningi sínum sem sjá má hér fyrir neðan. Það má segja að Katrín Tanja sýni tígrisdýraaugun sín í þessu myndbandi eða „Eye Of The Tiger“ eins og bandaríska hljómsveitin Survivor söng svo eftirminnilega um í myndinni Rocky III árið 1982. View this post on Instagram Stack the odds against me & this is what comes out. // 2 days & I am ready to COMPETE! - #RYouRogue @roguefitness @rogueinvitational A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Sep 16, 2020 at 8:34am PDT „Segið að ég eigi ekki mikla möguleika og þá kemur þetta fram. Tveir dagar í þetta og ég er tilbúin í það að keppa,“ skrifaði Katrín Tanja í gær og birti með myndband af sér frá því á Rogue Invitational í fyrra þar sem hún er á miklum spretti. Í myndbandinu leynir sér ekkert að þar er á ferðinni mikil keppniskona og þar má líka sjá tígrísdýra augnaráðið sem CrossFit sérfræðingurinn Armen Hammer talaði um á dögunum. Armen Hammer spáir nefnilega Katrínu Tönju áfram í úrslitin og er einn af fáum spekingum sem gerir það. „Hún hefur ekki átt frábært ár en ég held að Katrín hafi auga tígrisdýrsins þegar hún hugsar: Enginn trúir á mig,“ sagði Armen Hammer sem hefur mikla trú á andlegum styrk og keppnishörku íslensku CrossFit stjörnunnar. „Ég held að hún hafi möguleika á því að blómstra í þessu umhverfi þar sem kannski margir aðrir keppendur muni lenda í vandræðum,“ sagði Armen Hammer ennfremur og nú er bara að vona að spá hans rætist.
CrossFit Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sjá meira