Sport

Fleygði upp á þriðja hundrað kílóum í bekk­pressu og fór svo í bað sem var mínus 140 gráður

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eddie Hall í ísbaðinu fræga.
Eddie Hall í ísbaðinu fræga. mynd/youtube eddie hall

Aflraunamaðurinn Eddie Hall átti ekki í miklum vandræðum með að fleygja upp á þriðja hundrað kílóum í bekkpressu.

Eddie Hall ætlar að boxa við Hafþór Júlíus Björnsson eftir ár og þeir eru duglegir að skjóta á hvorn annan á YouTube síðum sínum.

Það verður ekki komist hjá því að segja að Eddie er að komast í ansi gott form en hann hefur skafið af sér kílóin að undanförnu.

Hann er duglegur að sýna frá æfingum sínum á YouTube og eitt myndbandið birtist í gær en þá var svokallaður bekkpressudagur.

Það voru engar léttvigt þyngdir á stöngunum en eftir að hann var búinn að taka á því í bekknum skellti hann sér í ísbað sem fór mest í mínus 144 gráður.

Innslagið í heild má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×