Herða leitina að uppruna smitsins vegna mótsagnakenndra niðurstaðna Birgir Olgeirsson skrifar 26. ágúst 2020 15:27 Nítján íbúar Hlífar eru nú í sóttkví vegna málsins. Vísir/Vilhelm Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem greindist með kórónuveiruna á laugardag fór aftur í sýnatöku í vikunni. Í þeirri sýnatöku fannst veiran ekki í íbúanum. Hefur mótefnamæling einnig leitt í ljós að íbúinn er ekki með mótefni fyrir veirunni. Þessar mótsagnakenndu niðurstöður hafa orðið til þess að leitin að uppruna kórónuveirusmitsins á Ísafirði hefur verið hert enn frekar. Sá sem greindist er níræðisaldri sem ekki hefur þurft að leggja inn á sjúkrahús. Íbúinn greindist með kórónuveiruna á laugardag. Strax á sunnudag voru allir sem höfðu verið í nánum tengslum við íbúann sendir í sýnatöku. Reyndust þeir 32 talsins og var enginn þeirra sýktur af kórónuveirunni. „Og það er einkennilegt þegar við erum með einstakling sem er smitaður af kórónuveirunni en það er enginn jákvæður í kringum hann,“ segir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. Því fór heilbrigðisstarfsfólk á Ísafirði að velta fyrir sér hvort að niðurstöðurnar væru réttar og hvort það væri hugsanlegt að íbúinn væri hreinlega með gamalt kórónuveirusmit. Þekkt er að þeir sem smitast hafa af veirunni geti greinst með hana allt að tveimur mánuðum síðar, en oftast er þar um að ræða leifar af sýkingunni og þeir alveg einkennalausir. Var viðkomandi sendur í mótefnamælingu sem leiddi í ljós að íbúinn var ekki með mótefni við veirunni. Var íbúinn sendur í aðra sýnatöku sem reyndist neikvæð. Eru niðurstöður prófanna afar mótsagnakenndar og heldur leitin því áfram. 100 manns voru boðaðir í sýnatöku á Ísafirði í dag og verður íbúinn sendur aftur í sýnatöku á morgun. Súsanna segir að íbúinn verði í einangrun í tvær vikur frá deginum sem hann greindist með veiruna. Annað komi ekki til greina því íbúarnir á Hlíf séu allir í áhættuhópi sökum aldurs. „Við gerum frekar of mikið heldur en of lítið því þetta er lífshættulegur sjúkdómur,“ segir Súsanna. Hún segir allar aðgerðir á Ísafirðir skipulagðar í samráði við sóttvarnalækni, Covid-göngudeild Landspítalans og smitrakningateymið. Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem greindist með kórónuveiruna á laugardag fór aftur í sýnatöku í vikunni. Í þeirri sýnatöku fannst veiran ekki í íbúanum. Hefur mótefnamæling einnig leitt í ljós að íbúinn er ekki með mótefni fyrir veirunni. Þessar mótsagnakenndu niðurstöður hafa orðið til þess að leitin að uppruna kórónuveirusmitsins á Ísafirði hefur verið hert enn frekar. Sá sem greindist er níræðisaldri sem ekki hefur þurft að leggja inn á sjúkrahús. Íbúinn greindist með kórónuveiruna á laugardag. Strax á sunnudag voru allir sem höfðu verið í nánum tengslum við íbúann sendir í sýnatöku. Reyndust þeir 32 talsins og var enginn þeirra sýktur af kórónuveirunni. „Og það er einkennilegt þegar við erum með einstakling sem er smitaður af kórónuveirunni en það er enginn jákvæður í kringum hann,“ segir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. Því fór heilbrigðisstarfsfólk á Ísafirði að velta fyrir sér hvort að niðurstöðurnar væru réttar og hvort það væri hugsanlegt að íbúinn væri hreinlega með gamalt kórónuveirusmit. Þekkt er að þeir sem smitast hafa af veirunni geti greinst með hana allt að tveimur mánuðum síðar, en oftast er þar um að ræða leifar af sýkingunni og þeir alveg einkennalausir. Var viðkomandi sendur í mótefnamælingu sem leiddi í ljós að íbúinn var ekki með mótefni við veirunni. Var íbúinn sendur í aðra sýnatöku sem reyndist neikvæð. Eru niðurstöður prófanna afar mótsagnakenndar og heldur leitin því áfram. 100 manns voru boðaðir í sýnatöku á Ísafirði í dag og verður íbúinn sendur aftur í sýnatöku á morgun. Súsanna segir að íbúinn verði í einangrun í tvær vikur frá deginum sem hann greindist með veiruna. Annað komi ekki til greina því íbúarnir á Hlíf séu allir í áhættuhópi sökum aldurs. „Við gerum frekar of mikið heldur en of lítið því þetta er lífshættulegur sjúkdómur,“ segir Súsanna. Hún segir allar aðgerðir á Ísafirðir skipulagðar í samráði við sóttvarnalækni, Covid-göngudeild Landspítalans og smitrakningateymið.
Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira