Eignaðist barn tólf ára gömul en nú keppir hún á ÓL í Tókýó í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2020 10:30 Christine Ongare er hér önnur frá hægri með verðlaunahöfunum Carly McNaul, Lisa Whiteside og Taylah Robertson síðan á Samveldisleikunum. Ongare vann brons. Getty/Chris Hyde Keníska hnefaleikakonan Christine Ongare tryggði sér um helgina farseðil á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar en saga hennar hefur vakið heimsathygli. Christine Ongare er nú 26 ára gömul en hún bar sigur úr býtum í forkeppni Afríku fyrir Ólympíuleikanna. Hún vann stelpu frá Úganda í úrslitabardaganum um sæti á leikunum. Ongare er aðeins önnur keníska hnefaleikakonan sem nær að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikum en hin var Nick Okoth. Christine Ongare hefur engu að síður náð alþjóðlegum árangri því hún vann bronsverðlaun í sínum flokki á Samveldisleikunum árið 2018. Það eru einu verðlaun Kenía í hnefaleikum í sögu Samveldisleikanna. Ongare keppir í 51 kílóa flokki eða í fluguvigt kvenna. Það er aftur á móti ótrúlega saga Christine Ongare sem hefur komið henni í heimsfréttirnar eins og var tekið fyrir á Ólympíurásinni og CNN eins og sjá má hér fyrir neðan. The story of Christine Ongare is incredible. Her #Tokyo2020 qualification is the reward to a life of endless effort and self-determination. Tune in to watch the Olympic #boxing qualifiers LIVE: https://t.co/a0K3OIMeLnpic.twitter.com/xtobgOGKIQ— Olympic Channel (@olympicchannel) February 29, 2020 Christine Ongare var orðinn móðir þegar hún var ennþá barn. „Ég hef gengið í gegnum margt í mínu lífi. Ég vil bara ekki mikið vera að tala um það. Ég varð ófrísk þegar ég var tólf ára. Móðir mín tók ábyrgð á barninu mínu og ól það upp. Ég var bara lítið barn en lét undan hópþrýstingi,“ sagði Christine Ongare. Móðir hennar, sem var líka einstæð móðir, átti í erfiðleikum með að borga reikningana og skólagjöldin. Lífið þeirra var því erfitt. She has done it! Dream come true for Christine Ongare as she seals #TokyoOlympics slot after a Box-Off win over Ugandan Catherine Nanziri in women's flyweight at Africa Boxing Olympic Qualification in Dakar. #RoadtoTokyo2020#TeamKenya#HitSquadpic.twitter.com/wKiiM4M2T6— National Olympic Committee - Kenya (@OlympicsKe) February 29, 2020 Christine prófaði ýmsar íþróttagreinar eins og fótbolta og fimleika en hún fann sig í hnefaleikunum. „Hnefaleikarnir eru mitt líf. Það er sagt að ef þú fellur í jörðina þá verður þú bara að standa upp aftur. Það gerði ég og hitti góða þjálfara. Þeir kveiktu hjá mér neistann og hjálpuðu mér að ná svona langt,“ sagði Christine. „Það hefur verið erfitt fyrir mig að komast hingað. Ég fær enga peninga annars staðar. Ég er að vonast eftir því að dyr muni opnast fyrir mig með því að komast inn á Ólympíuleikanna. Það mun hjálpa mikið,“ sagði Christine Ongare. Box Kenía Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Sjá meira
Keníska hnefaleikakonan Christine Ongare tryggði sér um helgina farseðil á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar en saga hennar hefur vakið heimsathygli. Christine Ongare er nú 26 ára gömul en hún bar sigur úr býtum í forkeppni Afríku fyrir Ólympíuleikanna. Hún vann stelpu frá Úganda í úrslitabardaganum um sæti á leikunum. Ongare er aðeins önnur keníska hnefaleikakonan sem nær að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikum en hin var Nick Okoth. Christine Ongare hefur engu að síður náð alþjóðlegum árangri því hún vann bronsverðlaun í sínum flokki á Samveldisleikunum árið 2018. Það eru einu verðlaun Kenía í hnefaleikum í sögu Samveldisleikanna. Ongare keppir í 51 kílóa flokki eða í fluguvigt kvenna. Það er aftur á móti ótrúlega saga Christine Ongare sem hefur komið henni í heimsfréttirnar eins og var tekið fyrir á Ólympíurásinni og CNN eins og sjá má hér fyrir neðan. The story of Christine Ongare is incredible. Her #Tokyo2020 qualification is the reward to a life of endless effort and self-determination. Tune in to watch the Olympic #boxing qualifiers LIVE: https://t.co/a0K3OIMeLnpic.twitter.com/xtobgOGKIQ— Olympic Channel (@olympicchannel) February 29, 2020 Christine Ongare var orðinn móðir þegar hún var ennþá barn. „Ég hef gengið í gegnum margt í mínu lífi. Ég vil bara ekki mikið vera að tala um það. Ég varð ófrísk þegar ég var tólf ára. Móðir mín tók ábyrgð á barninu mínu og ól það upp. Ég var bara lítið barn en lét undan hópþrýstingi,“ sagði Christine Ongare. Móðir hennar, sem var líka einstæð móðir, átti í erfiðleikum með að borga reikningana og skólagjöldin. Lífið þeirra var því erfitt. She has done it! Dream come true for Christine Ongare as she seals #TokyoOlympics slot after a Box-Off win over Ugandan Catherine Nanziri in women's flyweight at Africa Boxing Olympic Qualification in Dakar. #RoadtoTokyo2020#TeamKenya#HitSquadpic.twitter.com/wKiiM4M2T6— National Olympic Committee - Kenya (@OlympicsKe) February 29, 2020 Christine prófaði ýmsar íþróttagreinar eins og fótbolta og fimleika en hún fann sig í hnefaleikunum. „Hnefaleikarnir eru mitt líf. Það er sagt að ef þú fellur í jörðina þá verður þú bara að standa upp aftur. Það gerði ég og hitti góða þjálfara. Þeir kveiktu hjá mér neistann og hjálpuðu mér að ná svona langt,“ sagði Christine. „Það hefur verið erfitt fyrir mig að komast hingað. Ég fær enga peninga annars staðar. Ég er að vonast eftir því að dyr muni opnast fyrir mig með því að komast inn á Ólympíuleikanna. Það mun hjálpa mikið,“ sagði Christine Ongare.
Box Kenía Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Sjá meira