Fótbolti

Fjögur stærstu lið heims berjast um Sancho

Anton Ingi Leifsson skrifar
Englendingurinn ætti að geta valið sér flottan áfangastað í sumar.
Englendingurinn ætti að geta valið sér flottan áfangastað í sumar. vísir/getty

Hinn nítján ára gamli Jadon Sancho er talinn einn efnilegasti leikmaður heims og það má sjást á liðunum sem eru eftir á honum en talið er að fjögur af stærstu liðum heims vilji fá hann í sumar.

Enskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun en í grein Telegraph kemur fram að Manchester United leiði kapphlaupið um Sancho. Blaðið segir frá því að United muni greiða metfé á Englandi fyrir vængmanninn knáa.

United er ekki eina liðið á Englandi sem hefur áhuga á Sancho því grannar þeirra í Liverpool eru einnig taldir áhugasamir um Sancho samkvæmt Express. Liverpool hefur áhuga á tveimur leikmönnum í Þýskalandi; Sancho og Timo Werner hjá RB Leipzig.







Ensku liðin munu fá verðuga samkeppni frá frönsku meisturunum í PSG og toppliðinu á Spáni, Real Madrid, en Mirror greinir frá því að þau fylgist vel með stöðu mála.

Sancho er þó talinn vilja fara aftur til Englands en hann lék með unglingaliði Manchester City áður en hann fór til Þýskalands þar sem hann hefur farið á kostum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×