„Við erum ekki að ráðleggja neinum að hætta við eitthvað“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2020 20:50 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. vísir/vilhelm Ýmis fyrirtæki og stofnanir hafa tilkynnt um það í gær og í dag að þau hafi ákveðið að fresta fundum eða árshátíðum vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þannig hætti til að mynda Landsvirkjun við að halda ársfund sinn á morgun, Pósturinn og Össur hafa frestað árshátíðum sínum sem áttu að fara fram síðar í mánuðinum og þá hefur sýningunni Verk og vit verið frestað fram á haust. Hún átti að fara fram um miðjan mánuðinn. Sagði í tilkynningu Verk og vit að ákvörðunin um að fresta sýningunni hefði verið tekin í samráði við embætti landlæknis. Ekkert samkomubann hefur þó verið sett á hér á landi og segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hvorki almannavarnir né landlækni vera að ráðleggja stofnunum eða fyrirtækjum að hætta við samkomur. „Við erum ekki búin að setja á samkomubann, við erum ekki að ráðleggja neinum að hætta við eitthvað og þessar stofnanir sem vinna að þessu saman, við stöndum saman að þessu. Þannig að það getur vel verið að einhver túlki eitthvað sem við segjum sem einhvers konar samráð,“ segir Víðir. Fyrirtæki og stofnanir með sitt eigið hættumat Hann bendir á í þessu samhengi að unnið sé eftir viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs en hættustig almannavarna er í gildi hér á landi vegna kórónuveirunnar. „Í henni er síðan fullt af aðilum nefndir sem hafa ákveðið hlutverk og undir þeim köflum, eins og ef við tökum raforkugeirann sem dæmi, þeir eiga að gera sínar viðbragðsáætlanir og eiga að vera viðbúnir og þeir eru bara búnir að fara í gegnum þetta hjá sér og eru bara með öryggiskröfur sem þeir setja,“ segir Víðir. Þannig sé þetta hluti af öryggiskröfum viðkomandi stofnunar til hvaða aðgerða sé gripið þegar hættustig almannavarna er í gildi og hafi ekkert með það að segja hvað almannavarnadeild ríkislögreglustjóra eða embætti landlæknis telja að eigi að gera. Það sama eigi við um fyrirtæki sem eru með eigin öryggisstefnu. „Fyrirtæki eru mjög misjafnlega langt komin í svona öryggismenningu og sum eru með mjög stífar kröfur og stífar reglur um allt mögulegt og vinna eftir mjög ítarlegum viðbragðsáætlunum og það er þeirra ákvörðun út frá því hættumati sem þau gera. Við getum ekki farið inn í hvert tilfelli fyrir sig. Við erum að gefa út heildarhættumatið og það endurspeglast í því almannavarnastigi sem við erum að vinna á og þar af leiðandi fara fyrirtækin í það hjá sér að þetta hættumat þýðir þetta hjá okkur,“ segir Víðir en bætir við að samkomubann sé tól sem verði notað þegar þess mun þurfa og þegar það kemur að gagni. Ekki ástæða til þess að slökkva á samfélaginu „En það er líka mikilvægt eins mikið og við getum að við höldum áfram lífinu. Við þurfum að halda áfram að vera til, við getum ekki slökkt á samfélaginu núna, við erum ekki komin þangað, það er ekki ástæða til þess í augnablikinu.“En er þá of dramatískt hjá fyrirtækjum og stofnunum að fresta viðburðum eða bara eðlilegt í svona ástandi? „Það fer bara eftir því hvaða hættumati fyrirtækið er að vinna. Það eru fyrirtæki sem gera hættumat fyrir sína starfsemi á hverjum degi. Ef þau segja sem svo að þetta ástand sem er núna endurspeglar einhverja niðurstöðu úr sínu hættumati sem kallar á það að bregðast við með þessum hætti þá get ég svo sem ekkert sagt við því. En það er líka það að ætla að breyta svona stórum viðburðum í sínum lífi sem eru eftir 60 daga, ef þú þarft ekki út af einhverjum orsökum að taka þessa ákvörðun í dag þá er kannski allt í lagi að bíða aðeins með hana.“ Alls hafa 26 Íslendingar nú greinst með veiruna og eru tæplega 400 manns í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útskriftarathöfn bókara aflýst fyrir mistök Prófnefnd viðurkenndra bókara sendi í dag póst á útskriftarnema og greindi frá því að útskriftarathöfn myndi ekki fara fram á morgun vegna kórónuveirufaraldursins. 4. mars 2020 20:16 Ársfundi Landsvirkjunar frestað vegna kórónuveiru Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta ársfundi fyrirtækisins sem var á dagskrá á morgun, 5. mars. Ástæðan er varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 12:00 Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Ýmis fyrirtæki og stofnanir hafa tilkynnt um það í gær og í dag að þau hafi ákveðið að fresta fundum eða árshátíðum vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þannig hætti til að mynda Landsvirkjun við að halda ársfund sinn á morgun, Pósturinn og Össur hafa frestað árshátíðum sínum sem áttu að fara fram síðar í mánuðinum og þá hefur sýningunni Verk og vit verið frestað fram á haust. Hún átti að fara fram um miðjan mánuðinn. Sagði í tilkynningu Verk og vit að ákvörðunin um að fresta sýningunni hefði verið tekin í samráði við embætti landlæknis. Ekkert samkomubann hefur þó verið sett á hér á landi og segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hvorki almannavarnir né landlækni vera að ráðleggja stofnunum eða fyrirtækjum að hætta við samkomur. „Við erum ekki búin að setja á samkomubann, við erum ekki að ráðleggja neinum að hætta við eitthvað og þessar stofnanir sem vinna að þessu saman, við stöndum saman að þessu. Þannig að það getur vel verið að einhver túlki eitthvað sem við segjum sem einhvers konar samráð,“ segir Víðir. Fyrirtæki og stofnanir með sitt eigið hættumat Hann bendir á í þessu samhengi að unnið sé eftir viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs en hættustig almannavarna er í gildi hér á landi vegna kórónuveirunnar. „Í henni er síðan fullt af aðilum nefndir sem hafa ákveðið hlutverk og undir þeim köflum, eins og ef við tökum raforkugeirann sem dæmi, þeir eiga að gera sínar viðbragðsáætlanir og eiga að vera viðbúnir og þeir eru bara búnir að fara í gegnum þetta hjá sér og eru bara með öryggiskröfur sem þeir setja,“ segir Víðir. Þannig sé þetta hluti af öryggiskröfum viðkomandi stofnunar til hvaða aðgerða sé gripið þegar hættustig almannavarna er í gildi og hafi ekkert með það að segja hvað almannavarnadeild ríkislögreglustjóra eða embætti landlæknis telja að eigi að gera. Það sama eigi við um fyrirtæki sem eru með eigin öryggisstefnu. „Fyrirtæki eru mjög misjafnlega langt komin í svona öryggismenningu og sum eru með mjög stífar kröfur og stífar reglur um allt mögulegt og vinna eftir mjög ítarlegum viðbragðsáætlunum og það er þeirra ákvörðun út frá því hættumati sem þau gera. Við getum ekki farið inn í hvert tilfelli fyrir sig. Við erum að gefa út heildarhættumatið og það endurspeglast í því almannavarnastigi sem við erum að vinna á og þar af leiðandi fara fyrirtækin í það hjá sér að þetta hættumat þýðir þetta hjá okkur,“ segir Víðir en bætir við að samkomubann sé tól sem verði notað þegar þess mun þurfa og þegar það kemur að gagni. Ekki ástæða til þess að slökkva á samfélaginu „En það er líka mikilvægt eins mikið og við getum að við höldum áfram lífinu. Við þurfum að halda áfram að vera til, við getum ekki slökkt á samfélaginu núna, við erum ekki komin þangað, það er ekki ástæða til þess í augnablikinu.“En er þá of dramatískt hjá fyrirtækjum og stofnunum að fresta viðburðum eða bara eðlilegt í svona ástandi? „Það fer bara eftir því hvaða hættumati fyrirtækið er að vinna. Það eru fyrirtæki sem gera hættumat fyrir sína starfsemi á hverjum degi. Ef þau segja sem svo að þetta ástand sem er núna endurspeglar einhverja niðurstöðu úr sínu hættumati sem kallar á það að bregðast við með þessum hætti þá get ég svo sem ekkert sagt við því. En það er líka það að ætla að breyta svona stórum viðburðum í sínum lífi sem eru eftir 60 daga, ef þú þarft ekki út af einhverjum orsökum að taka þessa ákvörðun í dag þá er kannski allt í lagi að bíða aðeins með hana.“ Alls hafa 26 Íslendingar nú greinst með veiruna og eru tæplega 400 manns í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útskriftarathöfn bókara aflýst fyrir mistök Prófnefnd viðurkenndra bókara sendi í dag póst á útskriftarnema og greindi frá því að útskriftarathöfn myndi ekki fara fram á morgun vegna kórónuveirufaraldursins. 4. mars 2020 20:16 Ársfundi Landsvirkjunar frestað vegna kórónuveiru Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta ársfundi fyrirtækisins sem var á dagskrá á morgun, 5. mars. Ástæðan er varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 12:00 Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Útskriftarathöfn bókara aflýst fyrir mistök Prófnefnd viðurkenndra bókara sendi í dag póst á útskriftarnema og greindi frá því að útskriftarathöfn myndi ekki fara fram á morgun vegna kórónuveirufaraldursins. 4. mars 2020 20:16
Ársfundi Landsvirkjunar frestað vegna kórónuveiru Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta ársfundi fyrirtækisins sem var á dagskrá á morgun, 5. mars. Ástæðan er varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 12:00
Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05