Fyrsta stiklan úr Þriðja pólnum: Högni og Anna Tara ræða geðhvörf, söngva og fíla Stefán Árni Pálsson skrifar 6. mars 2020 12:00 Högni og Anna Tara segja sína sögu í myndinni. Þriðji Póllinn er ný íslensk kvikmynd eftir Andra Snæ Magnason og Anní Ólafsdóttur sem verður forsýnd 24. mars næstkomandi. Vísir frumsýnir í dag fyrstu stikluna úr kvikmyndinni sem er framleidd af Elsku Rut, Ground Control Productions og Ursus Parvus. Þriðji Póllinn er heimildarmynd í fullri lengd sem fjallar um geðhvörf með söngvum og fílum. Söguhetjur eru Högni Egilsson, tónlistarmaður, og Anna Tara Edwards, íslensk kona sem ólst upp í frumskógum Nepals innan um tígrisdýr og nashyrninga. Anna Tara veiktist af geðhvörfum upp úr tvítugu og missti móður sína úr sama sjúkdómi. Hún lifði í skugga veikindanna um árabil, en þegar Högni Egilsson steig fram með sína sögu ákvað hún að feta sömu leið, skora skömmina á hólm og efna til tónleika til vitundarvakningar um geðsjúkdóma í Kathmandu, höfuðborg Nepals. Hún fékk Högna til að spila á tónleikunum og fyrir ágóðann var opnuð hjálparlína fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum í Nepal. Fá að heyra þeirra hlið Þriðji Póllinn fylgir Önnu Töru og Högna um framandi slóðir í aðdraganda tónleikanna. Í kvikmyndinni fá áhorfendur að heyra þeirra hliðar á sjúkdómnum; um hæðirnar og hinar miklu lægðir og leitina að jafnvægi. Þriðji Póllinn er ekki hefðbundin fræðslumynd heldur innsýn í hugsun og veruleika tveggja einstaklinga sem hafa glímt við sama sjúkdóm. Þetta er ferðasaga, mynd um óvænta vináttu og hreinskilin og opin umræða um hvað það þýðir að vera með geðsjúkdóm, og vera aðstandandi. Sögur þeirra lýsa bæði alvarleika sjúkdómsins, en einnig sigrum, og gefa umfram allt von. Þetta er fyrsta mynd Anní Ólafsdóttur í fullri lengd en Andri Snær Magnason hefur áður leikstýrt Draumalandinu ásamt Þorfinni Guðnasyni, sem var aðsóknarmesta heimildarmynd Íslandssögunnar. Framleiðendur myndarinnar eru: Andri Snær Magnason, Hlín Jóhannesdóttir, Halldóra Þorláksdóttir og Sigurður Gísli Pálmason. Samstarf hefur verið við Geðhjálp, Landlæknisembættið og Píeta, samtök gegn sjálfsvígum. Sena dreifir myndinni en fyrirhuguð frumsýning í kvikmyndahúsum er 27. mars. Hátíðarfrumsýning verður þann 24. mars í Háskólabíó. Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni. Klippa: Þriðji Póllinn - Fyrsta stikla Bíó og sjónvarp Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
Þriðji Póllinn er ný íslensk kvikmynd eftir Andra Snæ Magnason og Anní Ólafsdóttur sem verður forsýnd 24. mars næstkomandi. Vísir frumsýnir í dag fyrstu stikluna úr kvikmyndinni sem er framleidd af Elsku Rut, Ground Control Productions og Ursus Parvus. Þriðji Póllinn er heimildarmynd í fullri lengd sem fjallar um geðhvörf með söngvum og fílum. Söguhetjur eru Högni Egilsson, tónlistarmaður, og Anna Tara Edwards, íslensk kona sem ólst upp í frumskógum Nepals innan um tígrisdýr og nashyrninga. Anna Tara veiktist af geðhvörfum upp úr tvítugu og missti móður sína úr sama sjúkdómi. Hún lifði í skugga veikindanna um árabil, en þegar Högni Egilsson steig fram með sína sögu ákvað hún að feta sömu leið, skora skömmina á hólm og efna til tónleika til vitundarvakningar um geðsjúkdóma í Kathmandu, höfuðborg Nepals. Hún fékk Högna til að spila á tónleikunum og fyrir ágóðann var opnuð hjálparlína fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum í Nepal. Fá að heyra þeirra hlið Þriðji Póllinn fylgir Önnu Töru og Högna um framandi slóðir í aðdraganda tónleikanna. Í kvikmyndinni fá áhorfendur að heyra þeirra hliðar á sjúkdómnum; um hæðirnar og hinar miklu lægðir og leitina að jafnvægi. Þriðji Póllinn er ekki hefðbundin fræðslumynd heldur innsýn í hugsun og veruleika tveggja einstaklinga sem hafa glímt við sama sjúkdóm. Þetta er ferðasaga, mynd um óvænta vináttu og hreinskilin og opin umræða um hvað það þýðir að vera með geðsjúkdóm, og vera aðstandandi. Sögur þeirra lýsa bæði alvarleika sjúkdómsins, en einnig sigrum, og gefa umfram allt von. Þetta er fyrsta mynd Anní Ólafsdóttur í fullri lengd en Andri Snær Magnason hefur áður leikstýrt Draumalandinu ásamt Þorfinni Guðnasyni, sem var aðsóknarmesta heimildarmynd Íslandssögunnar. Framleiðendur myndarinnar eru: Andri Snær Magnason, Hlín Jóhannesdóttir, Halldóra Þorláksdóttir og Sigurður Gísli Pálmason. Samstarf hefur verið við Geðhjálp, Landlæknisembættið og Píeta, samtök gegn sjálfsvígum. Sena dreifir myndinni en fyrirhuguð frumsýning í kvikmyndahúsum er 27. mars. Hátíðarfrumsýning verður þann 24. mars í Háskólabíó. Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni. Klippa: Þriðji Póllinn - Fyrsta stikla
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira