Fyrsta stiklan úr Þriðja pólnum: Högni og Anna Tara ræða geðhvörf, söngva og fíla Stefán Árni Pálsson skrifar 6. mars 2020 12:00 Högni og Anna Tara segja sína sögu í myndinni. Þriðji Póllinn er ný íslensk kvikmynd eftir Andra Snæ Magnason og Anní Ólafsdóttur sem verður forsýnd 24. mars næstkomandi. Vísir frumsýnir í dag fyrstu stikluna úr kvikmyndinni sem er framleidd af Elsku Rut, Ground Control Productions og Ursus Parvus. Þriðji Póllinn er heimildarmynd í fullri lengd sem fjallar um geðhvörf með söngvum og fílum. Söguhetjur eru Högni Egilsson, tónlistarmaður, og Anna Tara Edwards, íslensk kona sem ólst upp í frumskógum Nepals innan um tígrisdýr og nashyrninga. Anna Tara veiktist af geðhvörfum upp úr tvítugu og missti móður sína úr sama sjúkdómi. Hún lifði í skugga veikindanna um árabil, en þegar Högni Egilsson steig fram með sína sögu ákvað hún að feta sömu leið, skora skömmina á hólm og efna til tónleika til vitundarvakningar um geðsjúkdóma í Kathmandu, höfuðborg Nepals. Hún fékk Högna til að spila á tónleikunum og fyrir ágóðann var opnuð hjálparlína fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum í Nepal. Fá að heyra þeirra hlið Þriðji Póllinn fylgir Önnu Töru og Högna um framandi slóðir í aðdraganda tónleikanna. Í kvikmyndinni fá áhorfendur að heyra þeirra hliðar á sjúkdómnum; um hæðirnar og hinar miklu lægðir og leitina að jafnvægi. Þriðji Póllinn er ekki hefðbundin fræðslumynd heldur innsýn í hugsun og veruleika tveggja einstaklinga sem hafa glímt við sama sjúkdóm. Þetta er ferðasaga, mynd um óvænta vináttu og hreinskilin og opin umræða um hvað það þýðir að vera með geðsjúkdóm, og vera aðstandandi. Sögur þeirra lýsa bæði alvarleika sjúkdómsins, en einnig sigrum, og gefa umfram allt von. Þetta er fyrsta mynd Anní Ólafsdóttur í fullri lengd en Andri Snær Magnason hefur áður leikstýrt Draumalandinu ásamt Þorfinni Guðnasyni, sem var aðsóknarmesta heimildarmynd Íslandssögunnar. Framleiðendur myndarinnar eru: Andri Snær Magnason, Hlín Jóhannesdóttir, Halldóra Þorláksdóttir og Sigurður Gísli Pálmason. Samstarf hefur verið við Geðhjálp, Landlæknisembættið og Píeta, samtök gegn sjálfsvígum. Sena dreifir myndinni en fyrirhuguð frumsýning í kvikmyndahúsum er 27. mars. Hátíðarfrumsýning verður þann 24. mars í Háskólabíó. Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni. Klippa: Þriðji Póllinn - Fyrsta stikla Bíó og sjónvarp Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Þriðji Póllinn er ný íslensk kvikmynd eftir Andra Snæ Magnason og Anní Ólafsdóttur sem verður forsýnd 24. mars næstkomandi. Vísir frumsýnir í dag fyrstu stikluna úr kvikmyndinni sem er framleidd af Elsku Rut, Ground Control Productions og Ursus Parvus. Þriðji Póllinn er heimildarmynd í fullri lengd sem fjallar um geðhvörf með söngvum og fílum. Söguhetjur eru Högni Egilsson, tónlistarmaður, og Anna Tara Edwards, íslensk kona sem ólst upp í frumskógum Nepals innan um tígrisdýr og nashyrninga. Anna Tara veiktist af geðhvörfum upp úr tvítugu og missti móður sína úr sama sjúkdómi. Hún lifði í skugga veikindanna um árabil, en þegar Högni Egilsson steig fram með sína sögu ákvað hún að feta sömu leið, skora skömmina á hólm og efna til tónleika til vitundarvakningar um geðsjúkdóma í Kathmandu, höfuðborg Nepals. Hún fékk Högna til að spila á tónleikunum og fyrir ágóðann var opnuð hjálparlína fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum í Nepal. Fá að heyra þeirra hlið Þriðji Póllinn fylgir Önnu Töru og Högna um framandi slóðir í aðdraganda tónleikanna. Í kvikmyndinni fá áhorfendur að heyra þeirra hliðar á sjúkdómnum; um hæðirnar og hinar miklu lægðir og leitina að jafnvægi. Þriðji Póllinn er ekki hefðbundin fræðslumynd heldur innsýn í hugsun og veruleika tveggja einstaklinga sem hafa glímt við sama sjúkdóm. Þetta er ferðasaga, mynd um óvænta vináttu og hreinskilin og opin umræða um hvað það þýðir að vera með geðsjúkdóm, og vera aðstandandi. Sögur þeirra lýsa bæði alvarleika sjúkdómsins, en einnig sigrum, og gefa umfram allt von. Þetta er fyrsta mynd Anní Ólafsdóttur í fullri lengd en Andri Snær Magnason hefur áður leikstýrt Draumalandinu ásamt Þorfinni Guðnasyni, sem var aðsóknarmesta heimildarmynd Íslandssögunnar. Framleiðendur myndarinnar eru: Andri Snær Magnason, Hlín Jóhannesdóttir, Halldóra Þorláksdóttir og Sigurður Gísli Pálmason. Samstarf hefur verið við Geðhjálp, Landlæknisembættið og Píeta, samtök gegn sjálfsvígum. Sena dreifir myndinni en fyrirhuguð frumsýning í kvikmyndahúsum er 27. mars. Hátíðarfrumsýning verður þann 24. mars í Háskólabíó. Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni. Klippa: Þriðji Póllinn - Fyrsta stikla
Bíó og sjónvarp Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira