Rooney skoraði úr Panenka-víti í afmælisleiknum

Sindri Sverrisson skrifar
Wayne Rooney skoraði úr þessari skemmtilegu vítaspyrnu.
Wayne Rooney skoraði úr þessari skemmtilegu vítaspyrnu. vísir/getty

Derby og Fulham gerðu 1-1 jafntefli í ensku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Þetta var 500. deildarleikur Wayne Rooney á Englandi og hann skoraði mark Derby.

Rooney kom Derby yfir á 55. mínútu með marki úr víti sem hann skoraði með lúmskri Panenka-spyrnu. Aleksandar Mitrovic jafnaði metin fyrir gestina frá Lundúnum á 71. mínútu og þar við sat.

Fulham missti þar með af mikilvægum stigum í baráttunni um sæti í úrvalsdeild en liðið er í 3. sæti með 57 stig, tveimur stigum á eftir Leeds og sex stigum á eftir toppliði West Brom, sem bæði eiga leik til góða á Fulham. Derby er í 12. sæti með 45 stig, átta stigum frá umspili.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.