Innlent

Á­rekstur á gatna­mótum við Kirkju­sand

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ekki þurfti að flytja neinn á sjúkrahús en sjúkrabílar voru þó sendir á staðinn.
Ekki þurfti að flytja neinn á sjúkrahús en sjúkrabílar voru þó sendir á staðinn. Vísir/vilhelm

Nokkuð harður árekstur tveggja bíla varð nú á níunda tímanum á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar við Kirkjusand í Reykjavík. Enginn var fluttur á slysadeild en loka þurfti fyrir umferð um vettvang í nokkurn tíma.

Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að í fyrstu hafi verið útlit fyrir að um alvarlegt slys hefði verið að ræða og töluvert brak hefði verið á götunni. Betur fór þó en á horfðist og ekki þurfti að flytja neinn á slysadeild líkt og áður segir.

Áreksturinn var nokkuð harður en ekki er vitað um tjón á bílunum, að sögn varðstjóra. Þá var slökkvilið á leið af vettvangi nú skömmu fyrir klukkan níu. Opnað hefur verið fyrir umferð um slysstað á ný.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.