Sport

Sara saxaði á forskot heimsmeistarans

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara þarf að vinna upp 16 stiga forskot Toomey í dag.
Sara þarf að vinna upp 16 stiga forskot Toomey í dag. MYND/INSTAGRAM/DXBFITNESSCHAMP

Sara Sigmundsdóttir er í 2. sæti fyrir síðustu tvær greinarnar á Wodapalooza Crossfit-mótinu sem fer fram í Miami, Flórída.

Hún er 16 stigum á eftir heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey frá Ástralíu.

Sara endaði í 2. sæti í báðum hlutum Nine Lives greinarinnar. Á meðan endaði Toomey í 4. sæti.


Sara var með forystuna eftir fyrstu fjórar greinarnar en missti toppsætið til Toomey í 5. greininni, Shark Bait. Eftir hana munaði 36 stigum á Söru og Toomey.

Kari Pearce frá Bandaríkjunum er í 3. sæti mótsins með 548 stig og landa hennar, Amanda Barnhart, er fjórða með 544 stig.


Síðustu tvær greinar mótsins fara fram í dag. Þær heita Down-Up og Celebrate Life.


Tengdar fréttir

Sara færðist niður í 2. sæti

Sara Sigmundsdóttir varð að horfa á eftir efsta sætinu á Wodapalooza Crossfit-mótinu í bili þegar hún varð í 10. sæti í fimmtu grein mótsins, Hákarlabeitunni.

Sara ein á toppnum eftir þriðju grein

Sara Sigmundsdóttir hefur tekið forystuna á Wodapalooza Crossfit-mótinu í Miami eftir þrjár greinar af sjö en hún fær áfram harða keppni frá Tia-Clair Toomey sem þótti sigurstrangleg fyrir mótið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.