Tölurnar mest sláandi hjá 10 til 14 ára drengjum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. febrúar 2020 22:00 Notkun á metýlfenítdat-lyfjum hefur aukust um 150 prósent á síðustu 10 árum. Skjáskot/Stöð 2 Ríflega einn af hverjum sjö drengjum á aldrinum 10 til 14 ára notar ADHD-lyf við ofvirkni og athyglisbresti. Notkun barna og fullorðinna á lyfinu jókst um tæplega tíu prósent í fyrra miðað við árið á undan og um 150 prósent á síðustu tíu árum, samkvæmt nýrri samantekt landlæknisembættisins. Fyrst og fremst er um að ræða metýlfenídat lyf, eins og til dæmis rítalín og concerta. Í samantektinni kemur fram að fjöldi notenda hafi verið rúmlega fimm þúsund árið 2010 en í fyrra voru notendur orðnir ríflega fjórtán þúsund. „Bara ef við tökum þjóðina í heild þá er um það bil einn af hverjum tuttugu og fimm á þessum lyfjum,“ segir Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis embættis landlæknis. Notkun á metýlfenítdat-lyfjum hefur aukust um 150 prósent á síðustu 10 árum. Í fyrra hélt þróunin áfram og var rúmlega sjö prósent aukning á milli áranna 2018 og 2019. „Það er aukning bæði hjá börnum og fullorðnum en hún er miklu meira áberandi hjá fullorðnum og enn þá meira áberandi hjá konum en þær eru að ná karlmönnum í notkun þessara lyfja. Það hefur orðið rúmlega tvöföldun hjá karlmönnum á síðustu tíu árum og næstum því 200 prósent aukning hjá konum, 190 prósent aukning á síðustu tíu árum.“ Á síðustu tíu árum hefur orðið meira en helmings aukning á notkun meðal barna. Ómögulegt að segja hvort of margir fái greiningu Andrés segir tölurnar mest sláandi þegar kemur að drengjum á aldrinum 10-14 ára en ríflega einn af hverjum sjö nota ADHD-lyf. „Þú getur ekki fengið ávísað svona lyfjum nema þú hafir fengið ADHD greiningu þannig það er svona gífurlegur fjöldi drengja sem hefur fengið þessa greiningu.“ Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis embættis landlæknis.Skjáskot/Stöð 2 Það sé ómögulegt að segja til um það hvort um sé að ræða ofgreiningar. Sé það þó tilfellið geti það haft slæmar afleiðingar. Lyfjunum fylgi aukaverkanir. Þau geti meðal annars haft áhrif á blóðþrýsting. „Það getur haft áhrif á það að börn taki ekki út allan vöxt.“ Mikilvægt sé að finna skýringar á þróuninni. „Er þetta vegna þess að ADHD er svona gífurlega algengt á Íslandi, þetta eru til dæmis miklu hærri tölur en á hinum Norðurlöndunum. Eða er meira álag á fólki, er meiri krafa um að geta einbeitt sér lengur og sitja kjurr?“ Andrés segir að reynt hafi verið að bregðast við. Til dæmis hafi ný reglugerð verið sett árið 2018 en samkvæmt henni má bara skrifa út 30 daga skammt af lyfinu en fyrir þann tíma mátti skrifa út 100 daga skammt. Þá má bara ávísa lyfinu til þeirra sem hafa ADHD-greiningu, ólíkt því sem áður var. „Þannig það er ýmislegt sem við erum að reyna gera en það er einhver rosalegur þrýstingur í samfélaginu um að fleiri og fleiri fái þessi lyf.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Ríflega einn af hverjum sjö drengjum á aldrinum 10 til 14 ára notar ADHD-lyf við ofvirkni og athyglisbresti. Notkun barna og fullorðinna á lyfinu jókst um tæplega tíu prósent í fyrra miðað við árið á undan og um 150 prósent á síðustu tíu árum, samkvæmt nýrri samantekt landlæknisembættisins. Fyrst og fremst er um að ræða metýlfenídat lyf, eins og til dæmis rítalín og concerta. Í samantektinni kemur fram að fjöldi notenda hafi verið rúmlega fimm þúsund árið 2010 en í fyrra voru notendur orðnir ríflega fjórtán þúsund. „Bara ef við tökum þjóðina í heild þá er um það bil einn af hverjum tuttugu og fimm á þessum lyfjum,“ segir Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis embættis landlæknis. Notkun á metýlfenítdat-lyfjum hefur aukust um 150 prósent á síðustu 10 árum. Í fyrra hélt þróunin áfram og var rúmlega sjö prósent aukning á milli áranna 2018 og 2019. „Það er aukning bæði hjá börnum og fullorðnum en hún er miklu meira áberandi hjá fullorðnum og enn þá meira áberandi hjá konum en þær eru að ná karlmönnum í notkun þessara lyfja. Það hefur orðið rúmlega tvöföldun hjá karlmönnum á síðustu tíu árum og næstum því 200 prósent aukning hjá konum, 190 prósent aukning á síðustu tíu árum.“ Á síðustu tíu árum hefur orðið meira en helmings aukning á notkun meðal barna. Ómögulegt að segja hvort of margir fái greiningu Andrés segir tölurnar mest sláandi þegar kemur að drengjum á aldrinum 10-14 ára en ríflega einn af hverjum sjö nota ADHD-lyf. „Þú getur ekki fengið ávísað svona lyfjum nema þú hafir fengið ADHD greiningu þannig það er svona gífurlegur fjöldi drengja sem hefur fengið þessa greiningu.“ Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis embættis landlæknis.Skjáskot/Stöð 2 Það sé ómögulegt að segja til um það hvort um sé að ræða ofgreiningar. Sé það þó tilfellið geti það haft slæmar afleiðingar. Lyfjunum fylgi aukaverkanir. Þau geti meðal annars haft áhrif á blóðþrýsting. „Það getur haft áhrif á það að börn taki ekki út allan vöxt.“ Mikilvægt sé að finna skýringar á þróuninni. „Er þetta vegna þess að ADHD er svona gífurlega algengt á Íslandi, þetta eru til dæmis miklu hærri tölur en á hinum Norðurlöndunum. Eða er meira álag á fólki, er meiri krafa um að geta einbeitt sér lengur og sitja kjurr?“ Andrés segir að reynt hafi verið að bregðast við. Til dæmis hafi ný reglugerð verið sett árið 2018 en samkvæmt henni má bara skrifa út 30 daga skammt af lyfinu en fyrir þann tíma mátti skrifa út 100 daga skammt. Þá má bara ávísa lyfinu til þeirra sem hafa ADHD-greiningu, ólíkt því sem áður var. „Þannig það er ýmislegt sem við erum að reyna gera en það er einhver rosalegur þrýstingur í samfélaginu um að fleiri og fleiri fái þessi lyf.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira