Tölurnar mest sláandi hjá 10 til 14 ára drengjum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. febrúar 2020 22:00 Notkun á metýlfenítdat-lyfjum hefur aukust um 150 prósent á síðustu 10 árum. Skjáskot/Stöð 2 Ríflega einn af hverjum sjö drengjum á aldrinum 10 til 14 ára notar ADHD-lyf við ofvirkni og athyglisbresti. Notkun barna og fullorðinna á lyfinu jókst um tæplega tíu prósent í fyrra miðað við árið á undan og um 150 prósent á síðustu tíu árum, samkvæmt nýrri samantekt landlæknisembættisins. Fyrst og fremst er um að ræða metýlfenídat lyf, eins og til dæmis rítalín og concerta. Í samantektinni kemur fram að fjöldi notenda hafi verið rúmlega fimm þúsund árið 2010 en í fyrra voru notendur orðnir ríflega fjórtán þúsund. „Bara ef við tökum þjóðina í heild þá er um það bil einn af hverjum tuttugu og fimm á þessum lyfjum,“ segir Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis embættis landlæknis. Notkun á metýlfenítdat-lyfjum hefur aukust um 150 prósent á síðustu 10 árum. Í fyrra hélt þróunin áfram og var rúmlega sjö prósent aukning á milli áranna 2018 og 2019. „Það er aukning bæði hjá börnum og fullorðnum en hún er miklu meira áberandi hjá fullorðnum og enn þá meira áberandi hjá konum en þær eru að ná karlmönnum í notkun þessara lyfja. Það hefur orðið rúmlega tvöföldun hjá karlmönnum á síðustu tíu árum og næstum því 200 prósent aukning hjá konum, 190 prósent aukning á síðustu tíu árum.“ Á síðustu tíu árum hefur orðið meira en helmings aukning á notkun meðal barna. Ómögulegt að segja hvort of margir fái greiningu Andrés segir tölurnar mest sláandi þegar kemur að drengjum á aldrinum 10-14 ára en ríflega einn af hverjum sjö nota ADHD-lyf. „Þú getur ekki fengið ávísað svona lyfjum nema þú hafir fengið ADHD greiningu þannig það er svona gífurlegur fjöldi drengja sem hefur fengið þessa greiningu.“ Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis embættis landlæknis.Skjáskot/Stöð 2 Það sé ómögulegt að segja til um það hvort um sé að ræða ofgreiningar. Sé það þó tilfellið geti það haft slæmar afleiðingar. Lyfjunum fylgi aukaverkanir. Þau geti meðal annars haft áhrif á blóðþrýsting. „Það getur haft áhrif á það að börn taki ekki út allan vöxt.“ Mikilvægt sé að finna skýringar á þróuninni. „Er þetta vegna þess að ADHD er svona gífurlega algengt á Íslandi, þetta eru til dæmis miklu hærri tölur en á hinum Norðurlöndunum. Eða er meira álag á fólki, er meiri krafa um að geta einbeitt sér lengur og sitja kjurr?“ Andrés segir að reynt hafi verið að bregðast við. Til dæmis hafi ný reglugerð verið sett árið 2018 en samkvæmt henni má bara skrifa út 30 daga skammt af lyfinu en fyrir þann tíma mátti skrifa út 100 daga skammt. Þá má bara ávísa lyfinu til þeirra sem hafa ADHD-greiningu, ólíkt því sem áður var. „Þannig það er ýmislegt sem við erum að reyna gera en það er einhver rosalegur þrýstingur í samfélaginu um að fleiri og fleiri fái þessi lyf.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Ríflega einn af hverjum sjö drengjum á aldrinum 10 til 14 ára notar ADHD-lyf við ofvirkni og athyglisbresti. Notkun barna og fullorðinna á lyfinu jókst um tæplega tíu prósent í fyrra miðað við árið á undan og um 150 prósent á síðustu tíu árum, samkvæmt nýrri samantekt landlæknisembættisins. Fyrst og fremst er um að ræða metýlfenídat lyf, eins og til dæmis rítalín og concerta. Í samantektinni kemur fram að fjöldi notenda hafi verið rúmlega fimm þúsund árið 2010 en í fyrra voru notendur orðnir ríflega fjórtán þúsund. „Bara ef við tökum þjóðina í heild þá er um það bil einn af hverjum tuttugu og fimm á þessum lyfjum,“ segir Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis embættis landlæknis. Notkun á metýlfenítdat-lyfjum hefur aukust um 150 prósent á síðustu 10 árum. Í fyrra hélt þróunin áfram og var rúmlega sjö prósent aukning á milli áranna 2018 og 2019. „Það er aukning bæði hjá börnum og fullorðnum en hún er miklu meira áberandi hjá fullorðnum og enn þá meira áberandi hjá konum en þær eru að ná karlmönnum í notkun þessara lyfja. Það hefur orðið rúmlega tvöföldun hjá karlmönnum á síðustu tíu árum og næstum því 200 prósent aukning hjá konum, 190 prósent aukning á síðustu tíu árum.“ Á síðustu tíu árum hefur orðið meira en helmings aukning á notkun meðal barna. Ómögulegt að segja hvort of margir fái greiningu Andrés segir tölurnar mest sláandi þegar kemur að drengjum á aldrinum 10-14 ára en ríflega einn af hverjum sjö nota ADHD-lyf. „Þú getur ekki fengið ávísað svona lyfjum nema þú hafir fengið ADHD greiningu þannig það er svona gífurlegur fjöldi drengja sem hefur fengið þessa greiningu.“ Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis embættis landlæknis.Skjáskot/Stöð 2 Það sé ómögulegt að segja til um það hvort um sé að ræða ofgreiningar. Sé það þó tilfellið geti það haft slæmar afleiðingar. Lyfjunum fylgi aukaverkanir. Þau geti meðal annars haft áhrif á blóðþrýsting. „Það getur haft áhrif á það að börn taki ekki út allan vöxt.“ Mikilvægt sé að finna skýringar á þróuninni. „Er þetta vegna þess að ADHD er svona gífurlega algengt á Íslandi, þetta eru til dæmis miklu hærri tölur en á hinum Norðurlöndunum. Eða er meira álag á fólki, er meiri krafa um að geta einbeitt sér lengur og sitja kjurr?“ Andrés segir að reynt hafi verið að bregðast við. Til dæmis hafi ný reglugerð verið sett árið 2018 en samkvæmt henni má bara skrifa út 30 daga skammt af lyfinu en fyrir þann tíma mátti skrifa út 100 daga skammt. Þá má bara ávísa lyfinu til þeirra sem hafa ADHD-greiningu, ólíkt því sem áður var. „Þannig það er ýmislegt sem við erum að reyna gera en það er einhver rosalegur þrýstingur í samfélaginu um að fleiri og fleiri fái þessi lyf.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira