Íslenski boltinn

FH gerði jafn­tefli við lið úr D-deildinni í Banda­ríkjunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Markaskorarar FH í leiknum.
Markaskorarar FH í leiknum. mynd/fhingar.net

Karlalið FH í knattspyrnu er nú í æfingaferð í Flórída en þeir léku gegn Sarasota Metropolis í nótt. Lokatölur 2-2.

Sarasota Metropolis leikur í fjórðu efstu deildinni í Bandaríkjunum, USL League Two. Þeir komust yfir með marki úr vítaspyrnu á 39. mínútu.

Einungis mínútu síðar var það vinstri bakvörðurinn Hjörtur Logi Valgarðsson sem jafnaði metin með hörkuskoti og þannig stóðu leikar í hálfeik.

FH komst yfir með marki Steven Lennon úr vítaspyrnu á 59. mínútu en hana fiskaði Óskar Atli Magnússon. Átta mínútum fyrir leikslok jafnaði Sarasota metin eftir skyndisókn og þar við sat.

Gengi FH hefur ekki verið upp á marga fiska á undirbúningstímabilinu. Liðið hefur einungis unnið einn leik í mótum vetrarins inni á vellinum og það var gegn Þrótti í Lengjubikarnum.

Þeim var svo einnig dæmdur sigur gegn HK í Lengjubikarnum þar sem Kópavogsliðið notaði ólöglegan leikmann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.