Tónlist

Föstu­dagspla­ylisti Sögu Sigurðar­dóttur

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Rhythm of Poison verður frumsýnt í kvöld á Nýja sviði Borgarleikhússins.
Rhythm of Poison verður frumsýnt í kvöld á Nýja sviði Borgarleikhússins.

Dansarinn og sviðslistakonan Saga Sigurðardóttir setti saman háfleygan föstudagslista í hlaðstíl daginn fyrir hlaupársdag. 

Saga er meðal annars hluti sviðslistahópsins Marble Crowd og hinnar frábæru gjörningahljómsveitar The Post Performance Blues Band. Sú sveit er einmitt á leið út í tónleikaferðalag um Eystrasaltslöndin á næstunni.

Í kvöld kemur hún fram með Íslenska dansflokknum á frumsýningu verksins Rhythm of Poison eftir hina margverðlaunuðu Elinu Pirinen. Er þar iðkaður „dulvitundardans og dýrðlegur söngur í dásamlegri veröld dómsdagstónlistar- og mynda.“ 

Ákveðinn eiturryþma má heyra á köflum í lagalistanum en þó aðeins í öðru laginu sem titlað er Poison. Saga gaf listanum einmitt nafnið Eitruð - iður og rómantík.

Aðspurð um innihaldið sagði Saga listann vera „hlaðinn rómantík og görnum, gömlum draumum og nýjum.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.