Fótbolti

Klinsmann entist bara í 76 daga hjá Herthu Berlín

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klinsmann tapaði síðasta leiknum sínum um helgina en liðið lá þá 3-1 á heimavelli á móti Mainz.
Jürgen Klinsmann tapaði síðasta leiknum sínum um helgina en liðið lá þá 3-1 á heimavelli á móti Mainz. Getty/ City-Press

Jürgen Klinsmann hefur sagt upp störfum hjá þýska félaginu Herthu Berlin en hann náði aðeins að stýra félaginu í tíu leikjum.

Klinsmann staðfesti fréttirnar með yfirlýsingu á fésbókarsíðu sinni.

Hinn 55 ára gamli Jürgen Klinsmann tók við Herthu liðinu 26. nóvember síðastliðinn og entist því bara í 76 daga. Hann vann aðeins 3 af 10 leikjum sem þjálfari liðsins. Síðasti leikurinn var heimaleikur á móti Mainz sem tapaðist 3-1. Liðið hafði nokkrum dögum áður dottið út úr þýska bikarnum eftir að hafa missti niður 2-0 forystu.



Klinsmann yfirgefur Herthu Berlin þó ekki alveg því hann mun sinna áfram ráðgjafastarfi fyrir félagið.

Jürgen Klinsmann var ekki búinn að vera með þjálfarastarf í þrjú ár þegar hann tók við liði Herthu Berlin eða frá því að hann hætti með bandaríska landsliðið árið 2016.

Klinsmann segist vera meira enn sannfærður um að Hertha Berlin liðinu nái markmiði sínu og takist að halda sér uppi þótt að hann sjálfur sé ekki tilbúinn að taka slaginn.

Liðið er í fjórtánda sæti þýsku deildarinnar, sex stigum fyrir ofan fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×