Húsdýragarðurinn fær leyfi til að flytja inn fimm kyrkislöngur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 07:45 Kyrkislangan sem um ræðir er af tegundinni Python regius. vísir/getty Umhverfisstofnun hefur veitt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum leyfi til þess að flytja inn fimm kyrkislöngur sem sýna á í garðinum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar kemur fram að í umfjöllun Umhverfisstofnunar var leitað umsagnar hjá sérfræðinganefnd um framandi lífverur. Erlendur sérfræðingur var einnig fenginn til þess að vinna áhættumat. Var niðurstaða áhættumatsins sú að útilokað sé að umrædd tegund kyrkislanga (Python regius) geti lifað af við náttúrulegar aðstæður á Íslandi. Slangan, sem á uppruna sinn í Vestur-Afríku, getur ekki verið í loftslagi þar sem hitinn er minni en 21 gráða og þá þarf raki að vera að minnsta kosti 50%. Hún myndi því deyja ef hún slyppi úr Húsdýragarðinum. Þorkell Heiðarsson, verkefnastjóri hjá garðinum, segir í samtali við Morgunblaðið að kyrkislöngur hafi fyrst verið fluttar inn fyrir garðinn árið 2008. Kyrkislöngurnar sem komu þá hafi hins vegar reynst sýktar og því hafi innflutningur fallið um sjálfan sig. Síðan þá hafi alltaf verið á dagskránni að reyna aftur en önnur slanga sem flutt var inn á þessum tíma er enn til sýnis í garðinum. Að sögn Þorkels tekur langan tíma að flytja inn kyrkislöngur og ekki liggi fyrir hvenær farið verði af stað með verkefnið. „Píþonslöngur eru víða not-aðar við kennslu. Þær þykja þægi-legar, bæði rólegar og vel skapifarnar. Við erum ekkert að flýtaokkur en það kemur að því aðendurnýja í skriðdýrunum,“ segir Þorkell í samtali við Morgunblaðið. Dýr Reykjavík Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur veitt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum leyfi til þess að flytja inn fimm kyrkislöngur sem sýna á í garðinum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar kemur fram að í umfjöllun Umhverfisstofnunar var leitað umsagnar hjá sérfræðinganefnd um framandi lífverur. Erlendur sérfræðingur var einnig fenginn til þess að vinna áhættumat. Var niðurstaða áhættumatsins sú að útilokað sé að umrædd tegund kyrkislanga (Python regius) geti lifað af við náttúrulegar aðstæður á Íslandi. Slangan, sem á uppruna sinn í Vestur-Afríku, getur ekki verið í loftslagi þar sem hitinn er minni en 21 gráða og þá þarf raki að vera að minnsta kosti 50%. Hún myndi því deyja ef hún slyppi úr Húsdýragarðinum. Þorkell Heiðarsson, verkefnastjóri hjá garðinum, segir í samtali við Morgunblaðið að kyrkislöngur hafi fyrst verið fluttar inn fyrir garðinn árið 2008. Kyrkislöngurnar sem komu þá hafi hins vegar reynst sýktar og því hafi innflutningur fallið um sjálfan sig. Síðan þá hafi alltaf verið á dagskránni að reyna aftur en önnur slanga sem flutt var inn á þessum tíma er enn til sýnis í garðinum. Að sögn Þorkels tekur langan tíma að flytja inn kyrkislöngur og ekki liggi fyrir hvenær farið verði af stað með verkefnið. „Píþonslöngur eru víða not-aðar við kennslu. Þær þykja þægi-legar, bæði rólegar og vel skapifarnar. Við erum ekkert að flýtaokkur en það kemur að því aðendurnýja í skriðdýrunum,“ segir Þorkell í samtali við Morgunblaðið.
Dýr Reykjavík Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira