Innlent

Vilja ræða við mann sem talið er að hafi upp­lýsingar um Jón Þröst

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield-spítalann í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn.
Síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield-spítalann í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn.

Einkaspæjarinn Liam Brady, sem fenginn var til þess fyrir nokkrum mánuðum að leita Jóns Þrastar Jónssonar, vonast til að geta talað við mann sem talið er að kunni að geta veitt mikilvægar umlýsingar um hvarf Jóns og leitt rannsóknina áfram. Maðurinn dvelur í fangelsi í Evrópu.

Um liðna helgi var ár síðan að Jón Þröstur hvarf í Dublin á Írlandi þangað sem hann hafði farið til að keppa á pókermóti. Ekkert hefur til  hans spurst síðan og hans verið leitað án árangurs.

Systir Jóns, Anna Hildur Jónsdóttir, og unnusta hans, Jana Guðjónsdóttir, réðu Brady til þess að rannsaka hvarfið.

Það var írska blaðið Independent sem greindi fyrst frá því í vikunni að Brady og samstarfsmanni hans hafi borist nýjar vísbendingar í málinu, en í samtali við Fréttablaðið í dag segir Brady að hann sé nú að vinna í því að fá viðtal við fyrrnefndan mann. Slíkt geti tekið allt að sex vikur.

Brady vill ekki gefa það upp í hvaða Evrópulandi maðurinn situr í fangelsi. Hann kveðst telja góðar líkur á því að maðurinn vilji tala við hann en segist ekki geta útilokað að hann vilji það ekki.


Tengdar fréttir

Ár frá hvarfi Jóns í Dublin

Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×