Innlent

„Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í fjögurfréttum á Bylgjunni að óveðrið væri búið að ná hámarki.
Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í fjögurfréttum á Bylgjunni að óveðrið væri búið að ná hámarki. VÍSIR/VILHELM

Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í fjögurfréttum á Bylgjunni að óveðrið væri búið að ná hámarki. 

Hvernig er þróunin í dag og útlitið?

„Veðrið er að ganga niður um sunnanvert landið en það verður áfram hvasst norðan til á landinu og verður alveg fram á kvöld. Það er úrkoma um allt land og snjóar ennþá  á Vestfjörðum og Austfjörðum og víðar á norðanverðu landinu en hér syðra er komin rigning.“

En þótt áfram verði hvasst þá hefur hámarkinu verið náð ekki satt?

„Jú, veðrið er komið í hámark núna og það dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu,“ segir Daníel. 

Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. Víðast hvar 13-18 m/s en 18-25 m/s undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Lægðinni fylgir dálítil snjókoma á Vestfjörðum en annars staðar verður rigning, einkum um austanvert landið.

Gul viðvörun tekur gildi fyrir Vestfirði snemma í fyrramálið en í kringum hádegisbil á Suður-og Austurlandi.

Hiti tvö til fimm stig en um og undir frostmarki norðan til á landinu.

Sjávarflóð eru líkleg í kvöld og á morgun.

 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.