Sport

Sturla á flugi í seinni ferð og náði sínum besta árangri

Sindri Sverrisson skrifar
Sturla Snær Snorrason er fremstur íslenskra skíðakarla í dag.
Sturla Snær Snorrason er fremstur íslenskra skíðakarla í dag. vísir/epa

Sturla Snær Snorrason, skíðamaður úr Ármanni, náði sínum besta árangri á ferlinum þegar hann skíðaði af krafti á FIS Asíubikarmóti í Suður-Kóreu í dag.

Sturla Snær náði 15. sæti í svigi í dag af 75 keppendum. Hann átti magnaða seinni ferð þar sem tími hans var sá næstbesti allra, og í heildina var Sturla aðeins 1,30 sekúndu á eftir sigurvegaranum Ryunosuke Ohkoshi frá Japan.

Sturla hlaut 26,99 FIS stig fyrir þennan árangur og tekur stökk upp á við á heimslistanum. Hann hefur verið við keppni í Suður-Kóreu og náði í gær 29. sæti á svigmóti, 39. sæti í stórsvigi á þriðjudaginn og fyrir viku keppti hann á svigmóti en féll þá úr keppni.

Sturla heldur nú til Evrópu til frekari æfinga og keppni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.