Sport

Í beinni í dag: Toppslagur á Spáni og barist um Meistaradeildarsæti á Ítalíu

Sindri Sverrisson skrifar
Lionel Messi og félagar eiga leik við Getafe í dag.
Lionel Messi og félagar eiga leik við Getafe í dag. vísir/epa

Það verður boðið upp á spænskan, ítalskan og enskan fótbolta, tvö golfmót og leik í Olís-deild kvenna í handbolta á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag.

Barcelona og Getafe, liðin í 2. og 3. sæti spænsku 1. deildarinnar í fótbolta, mætast um miðjan dag. Atalanta og Roma eigast einnig við í athyglisverðum slag á Ítalíu í kvöld en liðin sitja í 4. og 5. sæti og getur Roma með sigri komist upp að hlið Atalanta í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Bestu kylfingar heims halda áfram á Genesis-mótinu í Kaliforníu og Opna ástralska mótið fer í gang eftir miðnætti en það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Í ensku B-deildinni mætast WBA og Nottingham Forest í hádeginu í hörkuleik en WBA er á góðri leið í átt að úrvalsdeildinni, með sex stiga forskot á toppnum, og Forest er í 5. sæti, átta stigum á eftir WBA.

Stjarnan og KA/Þór eigast svo við í 16. umferð Olís-deildar kvenna þar sem Akureyringar þurfa á stigum að halda í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina. Stjarnan er í 3. sæti með 17 stig en KA/Þór í 6. sæti með 12 stig.

Beinar útsendingar dagsins:

12.25 WBA - Nottingham Forest (Stöð 2 Sport)

14.55 Barcelona - Getafe (Stöð 2 Sport 2)

15.45 Stjarnan - KA/Þór (Stöð 2 Sport)

18.00 Genesis boðsmótið (Stöð 2 Golf)

19.35 Atalanta - Roma (Stöð 2 Sport)

02.00 Opna ástralska mótið (Stöð 2 Golf)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×