Innlent

For­eldrar á höfuð­borgar­svæðinu sæki börn í skólann

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Viðvaranir eru í gildi víðast hvar á landinu í dag vegna veðurs.
Viðvaranir eru í gildi víðast hvar á landinu í dag vegna veðurs. Skjáskot/veðurstofa íslands

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu til klukkan 15:00 í dag, fimmtudag 23. janúar. Mælt er með því að foreldrar og forráðamenn barna yngri en 12 ára sæki börn sín í lok skóla- og frístundastarfs, meðan gul viðvörun er í gildi.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg og lögreglu á höfuðborgarsvæðinu er jafnframt tekið fram að börn séu óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt.

Mikið óveður er á vestanverðu landinu í dag, suðvestan hvassviðri eða stormur og éljagangur víðast hvar. Gular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Miðhálendi. Þá er appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum.

Búist er við að veðrið gangi niður síðdegis eða í kvöld. Á höfuðborgarsvæðinu varir gula viðvörunin þangað til klukkan 15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×