Innlent

For­eldrar á höfuð­borgar­svæðinu sæki börn í skólann

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Viðvaranir eru í gildi víðast hvar á landinu í dag vegna veðurs.
Viðvaranir eru í gildi víðast hvar á landinu í dag vegna veðurs. Skjáskot/veðurstofa íslands

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu til klukkan 15:00 í dag, fimmtudag 23. janúar. Mælt er með því að foreldrar og forráðamenn barna yngri en 12 ára sæki börn sín í lok skóla- og frístundastarfs, meðan gul viðvörun er í gildi.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg og lögreglu á höfuðborgarsvæðinu er jafnframt tekið fram að börn séu óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt.

Mikið óveður er á vestanverðu landinu í dag, suðvestan hvassviðri eða stormur og éljagangur víðast hvar. Gular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Miðhálendi. Þá er appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum.

Búist er við að veðrið gangi niður síðdegis eða í kvöld. Á höfuðborgarsvæðinu varir gula viðvörunin þangað til klukkan 15.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.