Guðmundur: Einn besti leikur sem ég hef upplifað með íslenska landsliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2020 19:56 Guðmundur brosti breitt eftir leikinn. vísir/getty „Ég er gríðarlega ánægður með sigurinn. Að byrja EM á þennan hátt, að vinna besta lið heims. Það er stórt og mikið afrek,“ sagði Guðmundur Guðmundsson í samtali við Vísi eftir sigurinn á Danmörku, 30-31, í dag. Þrátt fyrir mikla gleði eftir sigur dagsins segir Guðmundur að ekkert sé enn í hendi. „Okkar bíður mjög verðugt verkefni gegn Rússum í næsta leik. Það verður ekkert einfaldur leikur og við verðum að vera fljótir að koma okkur niður á jörðina og vera klárir,“ sagði Guðmundur. Hann hrósaði íslensku leikmönnunum fyrir frammistöðuna í dag. „Ég er ánægður með hvernig við lögðum upp leikinn. Leikaðferðirnar gengu fullkomlega upp í vörn og sókn. Þetta var virkilega ánægjulegt,“ sagði Guðmundur sem er auðvitað fyrrverandi þjálfari danska landsliðsins. „Fyrir mig persónulega líka, að hafa verið þjálfari Dana og allt það. Þetta var mjög gaman fyrir mig. Þetta var frábær sigur og mjög vel gert hjá drengjunum.“ Guðmundur segist hafa einfaldað leikplanið fyrir leik dagsins. „Við spiluðum stórkostlega vörn. Ég þekki leikmenn Dana, styrk- og veikleika þeirra. Við spiluðum á veikleika þeirra í vörninni allan leikinn og vorum mjög agaðir. Ég fækkaði leikaðferðunum og við einbeittum okkur að því að spila þær sem við spiluðum vel,“ sagði Guðmundur. Aron Pálmarsson átti magnaðan leik í dag og dró íslenska vagninn. „Það er ekki slæmt að eiga svona mann. Hann spilaði algjörlega stórkostlegan leik. Ég verð líka að hrósa öllu liðinu. En þetta var erfitt og það mátti engu muna,“ sagði Guðmundur sem tók á sprett inn á völlinn eftir að leiktíminn rann út. „Ég var að athuga hvort ég hefði tognað aftan í læri. Það eru enn kippir í manni,“ sagði Guðmundur léttur að lokum. Klippa: Viðtal við Guðmund EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Aron sýnir að hann er topp þrír besti leikmaður í heimi Hann var stoltur fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, er hann ræddi við blaðamann Vísis eftir eins marks sigur á Dönum, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM í dag. 11. janúar 2020 19:24 Alexander: Gæti ekki verið betra Alexander Petersson lék frábærlega í fyrsta leik sínum á stórmóti í fjögur ár. 11. janúar 2020 19:12 Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Aron kom að tuttugu mörkum íslenska liðsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Hér má sjá hvernig strákarnir komu út í tölfræðinni. 11. janúar 2020 19:13 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44 Leik lokið: Danmörk - Ísland 30-31 | Stórkostlegur sigur á heims- og Ólympíumeisturunum Ísland vann heims- og Ólympíumeistara Danmerkur í fyrsta leik á EM 2020. 11. janúar 2020 18:45 Aron: Erum orðnir mjög góðir og sýndum það í dag Maður leiksins var himinlifandi eftir sigurinn á Dönum. 11. janúar 2020 19:28 Twitter eftir sigurinn: „Hef ekki séð Aron betri síðan hann lék í Saffran auglýsingunum“ Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og lagði heims- og Ólympíumeistara, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM 2020. 11. janúar 2020 18:58 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
„Ég er gríðarlega ánægður með sigurinn. Að byrja EM á þennan hátt, að vinna besta lið heims. Það er stórt og mikið afrek,“ sagði Guðmundur Guðmundsson í samtali við Vísi eftir sigurinn á Danmörku, 30-31, í dag. Þrátt fyrir mikla gleði eftir sigur dagsins segir Guðmundur að ekkert sé enn í hendi. „Okkar bíður mjög verðugt verkefni gegn Rússum í næsta leik. Það verður ekkert einfaldur leikur og við verðum að vera fljótir að koma okkur niður á jörðina og vera klárir,“ sagði Guðmundur. Hann hrósaði íslensku leikmönnunum fyrir frammistöðuna í dag. „Ég er ánægður með hvernig við lögðum upp leikinn. Leikaðferðirnar gengu fullkomlega upp í vörn og sókn. Þetta var virkilega ánægjulegt,“ sagði Guðmundur sem er auðvitað fyrrverandi þjálfari danska landsliðsins. „Fyrir mig persónulega líka, að hafa verið þjálfari Dana og allt það. Þetta var mjög gaman fyrir mig. Þetta var frábær sigur og mjög vel gert hjá drengjunum.“ Guðmundur segist hafa einfaldað leikplanið fyrir leik dagsins. „Við spiluðum stórkostlega vörn. Ég þekki leikmenn Dana, styrk- og veikleika þeirra. Við spiluðum á veikleika þeirra í vörninni allan leikinn og vorum mjög agaðir. Ég fækkaði leikaðferðunum og við einbeittum okkur að því að spila þær sem við spiluðum vel,“ sagði Guðmundur. Aron Pálmarsson átti magnaðan leik í dag og dró íslenska vagninn. „Það er ekki slæmt að eiga svona mann. Hann spilaði algjörlega stórkostlegan leik. Ég verð líka að hrósa öllu liðinu. En þetta var erfitt og það mátti engu muna,“ sagði Guðmundur sem tók á sprett inn á völlinn eftir að leiktíminn rann út. „Ég var að athuga hvort ég hefði tognað aftan í læri. Það eru enn kippir í manni,“ sagði Guðmundur léttur að lokum. Klippa: Viðtal við Guðmund
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Aron sýnir að hann er topp þrír besti leikmaður í heimi Hann var stoltur fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, er hann ræddi við blaðamann Vísis eftir eins marks sigur á Dönum, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM í dag. 11. janúar 2020 19:24 Alexander: Gæti ekki verið betra Alexander Petersson lék frábærlega í fyrsta leik sínum á stórmóti í fjögur ár. 11. janúar 2020 19:12 Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Aron kom að tuttugu mörkum íslenska liðsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Hér má sjá hvernig strákarnir komu út í tölfræðinni. 11. janúar 2020 19:13 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44 Leik lokið: Danmörk - Ísland 30-31 | Stórkostlegur sigur á heims- og Ólympíumeisturunum Ísland vann heims- og Ólympíumeistara Danmerkur í fyrsta leik á EM 2020. 11. janúar 2020 18:45 Aron: Erum orðnir mjög góðir og sýndum það í dag Maður leiksins var himinlifandi eftir sigurinn á Dönum. 11. janúar 2020 19:28 Twitter eftir sigurinn: „Hef ekki séð Aron betri síðan hann lék í Saffran auglýsingunum“ Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og lagði heims- og Ólympíumeistara, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM 2020. 11. janúar 2020 18:58 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Guðjón Valur: Aron sýnir að hann er topp þrír besti leikmaður í heimi Hann var stoltur fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, er hann ræddi við blaðamann Vísis eftir eins marks sigur á Dönum, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM í dag. 11. janúar 2020 19:24
Alexander: Gæti ekki verið betra Alexander Petersson lék frábærlega í fyrsta leik sínum á stórmóti í fjögur ár. 11. janúar 2020 19:12
Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Aron kom að tuttugu mörkum íslenska liðsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Hér má sjá hvernig strákarnir komu út í tölfræðinni. 11. janúar 2020 19:13
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44
Leik lokið: Danmörk - Ísland 30-31 | Stórkostlegur sigur á heims- og Ólympíumeisturunum Ísland vann heims- og Ólympíumeistara Danmerkur í fyrsta leik á EM 2020. 11. janúar 2020 18:45
Aron: Erum orðnir mjög góðir og sýndum það í dag Maður leiksins var himinlifandi eftir sigurinn á Dönum. 11. janúar 2020 19:28
Twitter eftir sigurinn: „Hef ekki séð Aron betri síðan hann lék í Saffran auglýsingunum“ Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og lagði heims- og Ólympíumeistara, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM 2020. 11. janúar 2020 18:58