Handbolti

Sjáðu magnað mark Kára og fagnaðarlætin í leikslok

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eyjamaðurinn átti frábæran leik gegn Dönum.
Eyjamaðurinn átti frábæran leik gegn Dönum. vísir/getty

Kári Kristján Kristjánsson átti skínandi góðan leik þegar Ísland vann frækinn sigur á heims- og Ólympíumeisturum Danmerkur, 30-31, í fyrsta leik sínum á EM 2020 í dag.

Kári skoraði fjögur mörk og lét dönsku varnarmennina hafa fyrir hlutunum. Eitt marka Eyjamannsins var öðru eftirminnilegra.

Á 52. mínútu fékk Kári línusendingu frá Aroni Pálmarssyni og skoraði með skoti aftur fyrir sig. Ótrúlegt mark sem Róbert Gunnarsson hefði væntanlega verið stoltur af.

Markið hans Kára má sjá hér fyrir neðan.



Björgvin Páll Gústavsson tryggði Íslandi sigurinn með því að verja skot Mikkels Hansen beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var runninn út.

Markvörslu Björgvins og fagnaðarlætin sem fylgdu í kjölfarið má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Uppgjör Henrys: Galdramaðurinn Gullmundur launaði Dönum lambið gráa

Guðmundur Þórður Guðmundsson skilaði Dönum Ólympíugulli en fékk aldrei þá virðingu sem hann átti skilið þar í landi. Danir læra kannski að bera almennilega virðingu fyrir manninum eftir leik kvöldsins sem Íslendingar unnu með glæsibrag, 31-30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×