Handbolti

Alexander: Gæti ekki verið betra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexander átti frábæran leik.
Alexander átti frábæran leik. vísir/getty

„Þetta var bara geggjað. Tvö stig gegn Dönum. Gæti ekki verið betra,“ sagði Alexander Petersson í samtali við Vísi eftir sigurinn frækna á Dönum, 30-31, á EM í dag.

Alexander skoraði fimm mörk í sínum fyrsta leik á stórmóti í fjögur ár.

Þrátt fyrir sigurinn segir Alexander að ekkert sé enn í hendi.

„Ég man eftir EM í Póllandi. Þá unnum við Noreg í fyrsta leik en töpuðum svo næstu tveimur leikjum,“ sagði Alexander.

Íslendingarnir í Malmö Arena létu vel í sér heyra í dag.

„Stemmningin var frábær og þetta var bara geggjað,“ sagði Alexander.

Hann meiddist undir lokin en harkaði af sér og kláraði leikinn.

„Ég fékk krampa í báða kálfa. Ég er góður. Seinni hálfleikur var miklu léttari en sá fyrri,“ sagði Alexander að endingu.

Klippa: Viðtal við Alexander

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×