Sport

Sara hefur húmor fyrir sjálfri sér: Hvert hafa lungum mín farið?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir eftir eina æfinguna.
Sara Sigmundsdóttir eftir eina æfinguna. Mynd/Instagram/sarasigmunds

Það eina sem virðist hafa getað stoppað íslensku CrossFit drottninguna Söru Sigmundsdóttur á síðustu vikum og mánuðum er flensan sem hélt okkar konur rúmliggjandi í byrjun nýs árs.Sara hefur verið á sögulegri sigurgöngu og segir að breytt matarræði eigi mikinn þátt í enn betri frammistöðu hennar á CrossFit mótunum.Sara gaf samt ekki æft í átta daga vegna veikindanna en það ætti nú ekki að koma mikið niður á henni því hún er fyrir löngu búin að tryggja sér sæti á heimsleikunum og það margoft.Sara hefur aftur á móti húmor fyrir sjálfri sér og er óhrædd að láta vita af því að veikindin hafi tekið sinn toll þegar kemur að forminu.Það þekkja það allir að veikjast og vita að það tekur alltaf nokkra daga og jafnvel vikur að ná fullum styrk á ný. Íþróttafólkið er ekkert öðruvísi og hvað þá þegar það tekur svona svakalega á því á æfingum eins og Sara.Sara er þekkt fyrir mikla einlægni og útgeislun og hún var alveg tilbúin að sýna 1,6 milljónum fylgjenda sinna að hún þarf tíma til að vinna sig út úr veikindunum.Það sést á nýrri færslu hennar á Instagram þar sem Sara birtir frekar fyndna myndaröð af sér og skrifar við þær: Hvert hafa lungum mín farið?Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur líka gaman af þessari færslu löndu sinnar og þá sérstaklega síðustu myndinni þar sem Sara liggur buguð á æfingagólfinu.Færslu Söru og myndirnar má sjá hér fyrir neðan.

 
 
 
View this post on Instagram

Where did my lungs go

A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Jan 13, 2020 at 2:34pm PST
Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.